Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 14
Ingimar Óskarsson, Agnar Ingólfsson og Arnþór Garðarsson: Stranddoppa (Hydrobia ventrosa) á Islandi Hcr verður greint frá nýlegum at- hugunum á sæsniglinum Hydrobia ventrosa (Montagu) hér við land, en þessarar tegundar liefur ekki verið getið áður héðan undir réttu nafni. Höfum við valið lienni nafnið strand- doppa á íslensku. Árið 1971 birti Lúðvík heitinn Jónsson grein um skeldýranýjungar í Náttúrufræðingnum, en Lúðvík var áhugamaður um lægri sjávardýr og átti af þeim allgott safn. í grein þess- ari er getið ]>riggja sæsnigla, sem ekki höfðu fundist áður við Island. Eina þessara nýju tegunda taldi Lúðvík vera Hydrobia ulvae (Penn.), sem hann nefndi þangstrýtu. Um fund og út- breiðslu tegundarinnar segir hann svo: „Fyrsti fundarstaður þangstrýt- unnar hér við land er í fjörunni við Eyrarbakka, nokkru austan við ósa Ölfusár, í júní 1970. Síðan hef ég fundið hana á nokkrum stöðum á svæðinu frá Eyrarbakka og talsvert austur fyrir Stokkseyri í ])angbeltinu milli sjávarfallamarka." Eintök þau, sem Lúðvík safnaði, virðast nú öll glötuð. Næst gerist það, að annar áhuga- maður um skeldýr, Eiríkur Einarsson, fer að leita þangstrýtunnar á svæðinu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Fór hann fjórar ferðir á árunum 1972 og 1973 og fann alls tvo tóma kuðunga af ættkvíslinni Hydrobia í fjörunni milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, og ennfremur töluvert magn af dauðum eintökum í skeljasandi í fjörunni milli Knarraróssvita og Stokkseyrar. Fékk einn okkar (I. Ó.) nokkra tugi eintaka til athugunar. Ekkert þessara eintaka tilheyrðu Hydrobia ulvae, en þau Iíktust mest tegundinni Hydrobia ventrosa. Söniu skoðunar voru tveir breskir skeldýrafræðingar, sem leitað var til, þau Nora McMillan og T. Warwick, en fullnaðargreining varð að bíða uns unnt yrði að skoða lif- andi eintök. Næst finnst Hydrobia í byrjun nóv- ember 1974, en þá fann Hjálmar Gunnarsson mikið magn lifandi ein- taka í fjörunni við Vog á Mýrum. Á árunum 1975 og 1976 hafa svo sæ- sniglar ]>essir fundist lifandi allvíða á vestanverðu landinu, frá Stokkseyri að norðanverðum Breiðafirði, oft í geysilegii mergð. Eru kunnir fundar- staðir tegundarinnar sýndir á 1. mynd. Rannsókn lifandi íslenskra ein- Náttúrufræðingurinn, 47 (1), 1977 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.