Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 16
r sem könnuð var, en alls voru atliug- aðar 20 tjarnir. í íiestum tjarnanna er mikill gróður, einkum lónajurt (liup- pici maritima), svo og' grænþörungar og blágrærijr þörungar. í seltumestu tjörnunum er marhálmur (Zostera marina) víða ríkjandi, en í þeim seltu- lægstu þráðnykra (Potamogeton fili- formis). Dýralíf er töluvert í tjörnum þessum. Meðal algengra dýra má nefna leiruskera (Nereis diversicolor), rykmýslirfur (Chironomidae), ána (Oligochaeta) og hornsíli (Gasterost- eus aculeatus). í þeim tjörnum, sem hafa hærri seltu en um 12.5%0, er auk þess talsvert af sandntaðki (Arenicola rnarina), klettadoppu (Littorina saxa- iilis), kræklingi (Mytilus edulis) og ranaormum (Nemertinea). Stranddoppa fannst í 15 þessara tjarna og var seltustig þeirra sem hér segir (%0): 3.7, 5.7, 6.2, 12.6, 12.8, 13.3, 13.5, 14.6, 15.9, 17.1, 19.1, 21.3, 22.3, 24.3, 26.4. I þeirn 5 tjörnum, þar sem stranddoppan fannst ekki, var seltan hins vegar 1.3, 2.4, 3.5, 5.0, 14.0%c. Samkvæmt þessu virðast neðri ]rol- mörk snigilsins vera um 3—5%„, en hafa ber í huga að mælingar þessar voru framkvæmdar aðeins einu sinni, og búast má við að selta í tjörnum þessum geti sveiflast verulega. Strand- doppa fannst í öllum þeim tjörnum, þar sem lónajurt óx, en að auki í tveimur tjörnum án lónajurtar (selta 15.9 og 24.3%c), en þar var sáralítið af sniglinum. í tjörn þeirri, sem hafði 14.0%o seltu og var án stranddoppu, óx eigi heldur lónajurt, enda var tjörn þessi á ýntsan hátt afbrigöileg. Samkvæmt ofansögðu er seltusvið snigilsins afar vítt, og virðist liann þrífast við sams konar skilyrði og lónajurtin. Má því búast við því að stranddoppan konii í leitirnar við eftirgrennslan á þeirn stöðum öðrum, þar sem lónajurt Iiefur fundist hér- lendis. Einstaklingsfjöldi snigilsins í sum- um fitjatjarnanna var geysilegur. í þeim 5 tjörnum þar senr rnest var af stranddoppu (selta: 12.6, 12.8, 13.3, 19.1 og 21.3%c) reyndust að meðaltali vera 910 lilandi dýr á reit, en einn 20 X 20 cm reitur var kannaður í hverri tjörn. Samsvarar þetta um 23 þúsund dýrum á fermetra. í tjörnum þessum situr snigillinn mikið á gróðrinum, bæði lónajurt, marhálmi og þörungum. Virðist gróð- urinn þá alþakinn smáum dílurn, og er þetta áberandi jafnvel úr nokkurri fjarlægð. En oft er einnig mikið af sniglunum á leðjubotni tjarnanna. Sjást sniglarnir þar miklu síður, enda oft alveg á kafi í leðjunni, og koma þá helst ekki í leitirnar nema með því að sigta leðjuna í fínu sigti. Auk þeirra tjarna, sem að ofan get- ur, hefur stranddoppan fundist i ísölt- um tjörnum við Þorskafjörð, A.-Barð. (12. ágúst 1975), í Gálgahrauni á Álftanesi (19. septenrber 1976) og við Stokkseyri (25. september 1976). Eng- in lónajurt vex í tjörnum þessum. í í Þorskafirði voru pollarnir örgrunnir og lágu á milli klappa. Lítill sem enginn gróður var í þcim. Fjöldi stranddoppu á yfirborði leðjunnar var lauslega áætlaður um 2000/rn2. Við Gálgahraun fannst stranddoppan í nokkrum fitjapollum. Var einna mest af henni (um 100/ni2 ofan á leðjunni) í einum polli með leðju- botni en enguni gróðri. í pollum þess- um var einnig mikið af mærudoppu 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.