Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 17
(Skeneopsis planorbis), baugasnotru (Onoba aculeus) og klettadoppu. Við Stokkseyri fundust stranddoppur í grunnu fjörulóni, sem er opið til sjávar. Selta var 24.0%„. í lóninu er Iireinn sandbotn og ríkjandi tegundir sandmaðkur og burstaormurinn Pygo- spio elegans. Stranddoppan kom að- eins í ljós við sigtun sandsins, en mjög mikið var af henni, eflaust þúsundir á fermetra. Á leirum liefur stranddoppan fund- ist á nokkrum stöðum nálægt Vogi á Mýrum (fyrst í nóvember 1974), norð- vestan við bæinn Straumsfjörð á Mýr- um (25. ágúst 1976) og í Djúpafirði, A.-Barð. (12. ágúst 1975). Leirur þess- ar eru gljúpar og fínkornóttar. Á þeim öllum vex töluverður marhálm- ur og sandmaðkur er áberandi, en margar aðrar dýrategundir eru al- gengar. Útbreiðsla snigilsins á þessum leirum virðist afar blettótt, og þar sem hann finnst er magnið mjög mis- ntikið, en yfirleitt svo lítið, að snigill- inn fæst ekki í leðjusýni, sem tekið er af 20 X 20 cm reit. Á leirubletti við Vog á Mýrum fengust þó allt að 242 dýr í slíku sýni (þ. e. um 6000/m?). Þrátt fyrir mergðina þarna eru snigl- arnir nrjög lítið áberandi, þar senr þeir eru fleslir á kafi í leðjunni. Selta hefur verið mæld á ýmsum stigum sjávarfalla við Vog og reyndist hún há og líit breytileg, eða frá 32.7— 33.4%c. Kjörsvæði stranddoppu hérlendis virðist svipað því og gerist víða er- lendis, þar senr hún lifir einkum í ísöltum lónum og tjörnum, sem ekki liafa stöðugan samgang við sjó, svo og í árósum og skýldum vogum. Hún finnst á alls konar undirlagi, nema svartri súrefnislausri leðju. í Dan- mörku er tegundin algeng í 5—24%0 seltu (Muus 1967), en finnst allt nið- ur að 2%o seltu. Annars staðar hefur hún þó einnig fundist í nær fullsölt- um sjó (Fretter og Graham 1962, Davis 1966). Stranddoppan er víða mjög algeng erlendis og skipta ein- staklingar olt þúsundum eða tugþús- undum á fermetra. Stranddoppan verpur stökum rauðumiklum eggjum í egghylki sent hún límir utan á sandkorn, smásteina eða aðra kuðunga. Mörg eintök frá Vogi (25. ágúst), Gálgahrauni (19. september) og Melabökkum (22. sept- ember) voru með egghylki, sem senni- lega tilheyrðu stranddoppu, utan á kuðungnum eða stöku sinnum á lok- unni. Flest egghylkjanna voru tóm og ekki tókst að klekja úr þeim hylkjum sem virtust innihalda lifandi egg. Að- eins tónr egghylki fundust á kuðung- um frá Stokkseyri (25. september). Á Melabökkum fannst mikið af ungviði (hæð kuðungs um 1—2 mm) í þör- ungaslýi. Samkvæmt þessu er aðal- tímgunartími tegundarinnar hér við land sennilega fyrri hluta sumars. Við Danmörku gýtur stranddoppan mest í maí (Muus 1967). Stranddoppan (Hyclrobia ventrosa) er fortálkni (undirflokkur Proso- branchia) og telst til ættarinnar Hydrobiidae, en hún er skyklust bauguættinni (Rissoidae) af íslensk- um sæsniglaættum og telst ásamt. henni og nokkrnm öðrum ættum til yfirættarinnar Rissoacea. Lýsing ís- lenskra eintaka fer hér á eftir. Kuðungurinn (2. mynd) er kcilu- laga, hálfgegnsær og hornlitur, slétt- ur en með snrásæjum vaxtarrákum. 11

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.