Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 23
Jón Jónsson: Reykj afellsgígir og Skarðs- mýrarhraun á Hellisheiði Inngangur Það mun vera málvenja að nafnið Hellisheiði sé bundið við það svæði, sem takmarkast að sunnan af Skála- felli og undirfjöllum þess, að vestan af Lakahnjúkum, Stóra Reykjafelli, Skarðsmýrarfjalli og Hengladölum að norðan, en að austan af Ástaðafjalli og Kömbum. Heita má að allt þetta svæði sé þakið hraunum, sem runnið liafa á nútíma. Trausti Einarsson (1951) og Þorleifur Einarsson (1960) telja báðir hraunin vera 4 en aðeins tvennar eldstöðvar þekktar. Hraunin fjögur hefur Trausti táknað með A, B, C og D, en Þorleifur með I, II, III og IV og hafa báðir talið frá því elsta til liins yngsta. Hraunin virðast í heild vera nafnlaus svo og eldstöðv- arnar. Eldstöðvarnar Gosin á þessu svæði hafa að því er virðist, að undanskildum Tjarnar- hnjúk, sem raunar er utan við jiað svæði, sem að ofan greinir, öll orðið á tiltölulega rnjóu sprungubelti, sent rekja má frá Selvogi norður um Hengil og allt norður að Þingvalla- vatni. Síðasta gosið varð á sprungu, sem liggur um austanvert Stóra Reykjafell. Mun ég Jtví hér kenna bæði gígi og hraun við Jtað fjall og nefna Reykjafellsgigi og Reykjafells- hraun. Það skal tekið fram að hér er ekki verið að skapa nýtt örnefni held- ur er nafnið eingöngu notað sem jarð- fræðilegt hugtak. Skal nú vikið að Jtví gosi, sem gerði Jtetta hraun. Gossprunga sú, sem Jaetta hraun er komið frá, og sem Þorleifur Einarsson telur vera hraun IV en Trausti nefnir hraun D, liggur eins og áður greinir urn austanvert Stóra Reykjafell og endar að norðan í suð- urhlíð Skarðsmýrarfjalls. Suður eftir má rekja hana yfir Lakahnúka og Hellur, en skammt Jiar suður af endar gígaröðin eða hverfur undir hraunin frá Eldborgum undir Meitl- um, sem Jtví án nokkurs efa liafa ver- ið virkar eitthvað síðar. Allt J^etta sýnir Þorleifur Einarsson (1960) á korti sínu yfir Jtetta svæði. I lýsingu ölíushrepps frá 1703 eftir Hálfdán Jónsson (Thoroddsen 1892— 96) er Þurárhrauns getið og Jtað talið vera frá árinu 1000. Virðist Jtað ])ví nokkuð almennt hafa verið talið að hraun |)Ctta væri frá ])ví gosi, sem Náttúrufræðingurinn, 47 (1), 1977 17 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.