Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 24
getið er um í Kristnisögu. Ekki eru mér kunnar eldri heimildir um það. í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1943) segii' að gosið hafi í fjallinu fyrir ofan Ölfus og hraun runnið niður Vatns- skarð og ofan í byggð. Sveinn Pálsson (1945) telur hraun á Hellisheiði vera frá árinu 1000 en fjallar ekki nánar um það. Þorvaldur Thoroddsen (1958) er mjög varkár livað þetta snertir og tekur ekki afstöðu til sannleiksgildis sagnarinnar um eldgosið árið 1000. Hann bendir réttilega á að Hjalli sé alllangt frá Þurárhrauni. í Eldfjalla- sögu sinni bendir Thoroddsen (1925) á að sé sögnin á annað borð tekin al- varlega þá geti aðeins verið um tvö hraun að ræða, sem sé Þurárhraun og hraun vestan við Hjalla i Ölfusi, en það hraun er komið úr Eldborgum undir Meitlum eins og hann líka bendir á. Athyglisverðust eru orð Þor- valdar Thoroddsen (Ferðabók 1, bls. 139, 1958) varðandi þetta, en hann segir svo urn Eldborgarhraun: „Það er rnjög úfið og sýnist vera enn nýrra en Þurráhraun og er eins og fyrr var getið, eflaust runnið síðan land byggðist." Trausti Einarsson (1951) telur Þurárhraun vera það eina, sem passað geti við sögnina, en honum virðist þá ekki Iiafa verið kunnugt unr hrauntungu þá, sem runnið hefur austur með Hjallafjalli ofan á eldra hrauni (Leitahrauni) og raunverulega hefur stefnt á Hjallahverfið eins og það er nú. Þetta er það eina hraun, sem passar við sögnina, en ekki mun ]>að hafa komist á kort fyrr en Þor- leifur Einarsson (1960) kortlagði jrað í sambandi við rannsóknir á Hellis- heiðarsvæðinu. Reykjafellshraun hef- ur |)ví nokkuð almennt gengið undir nafninu Kristnitökuhraun og talið vera frá árinu 1000 og eru þeir nú ófáir, sem þetta hefur verið sagt og haft fyrir satt. Aldur hraunsins Þar sem þjóðvegurinn nýi liggur upp úr Hveradölum upp á Hellis- heiði fer hann yfir forna gígaröð, sent liggur samsíða þeirri fyrrnefndu. Gígi þessa nefnir ÞorleifurEinarsson (1960) Hveradalagígi (Hveradalir-Kratern) og eru þeir liluti af eldri gígaröð, sem síðar skal að vikið i þessari grein. Úr gígum þessum hefur verið tekið mikið af rauðamöl og mikið rót gert þar í sambandi við lagningu liins nýja vegar. í nyrsta gígnum, en vegurinn liggur fast við hann norðan megin, hefur verið grafið inn undir yngsta hraunið, senr þar hefur l unnið vestur af (1. mynd), en það er einmitt það hraun, sem kallað hefur verið Kristni- tökuhraun. Kemur þá í ljós að gígur þessi hefur verið orðinn nokkuð gró- inn mosa, þegar hraunið rann upp að honum. Náðist þar gott sýni af kol- uðum mosa, sem þar mátti safna í stórum gljásvörtum flögum. Voru mosaplönturnar þarna svo vel varð- veittar að vel mátti greina fínustu hluta þeirra. Leifar annars gróðurs var þarna ekki að finna. Sýnið var tekið á mótum hraunsins og gígsins og voru þessar koluðu mosaleifar sums staðar sem límdar neðan í hraunið og mátti fletta þeim af í flög- um. Ekki náðu þessar gróðurleifar yfir nerna örlítið bil (2. mynd), eða um 2 m, og nú er sá staður því miður kom- inn undir urð. Það var í júní 1972 að ég tók þarna sýni og sendi til aldursákvörðunar. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.