Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 26
2. mynd. Reykjafellshraun, yngsta hraunið á Hellisheiði, við Hveradalagígi. Dökka
efnið við fætur drengsins eru mosakol.
um hið margnefnda Kristnitöku-
hraun? Eins og áður getur benti
Thoroddsen (1925) á að um gæti ver-
ið að ræða hraun frá Eldborgum
undir Meitlum, en hann telur bæði
það hraun og Þurárliraun „eflaust
runnið síðan land byggðist" (Thor-
oddsen 1958, bls. 129). Nú vill enn
svo til að óákvarðanlegar leifar af kol-
uðum gróðri hafa náðst undan þessu
sama hrauni þar sem það endar
skammt vestan við Hjalla. Bíða þær
þess nú að aldursákvarðaðar verði, ef
hægL er, og mega því allar bollalegg-
ingar um aldursmun Reykjafells-
hrauns og þessa liggja niðri enn um
sinn.
Sunnan við Hellur hverfur Reykja-
fellsgígaröðin og hraunið frá henni
undir hraun úr Eldborguni undir
Meitlum og er það hraun því óefað
nokkru yngra, en hvort aldursmun-
inn er að telja í dögum, vikum, árum
eða öldum er enn sem komið er ekki
hægt að segja. Vonandi fæst úr því
skorið þegar áðurnefnd aldursákvörð-
un liggur fyrir.
S k a rðsmýra rgigi r
og S /í a rðsmýra rh ra u n
Nokkru vestan við Reykjafellsgígi
er önnur gígaröð, sem stefnir eins en
er eldri. Mestur hluti þess hrauns, sem
frá Iienni cr komið, virðist eiga upp-
tök í gígum sunnan í Skarðsmýrar-
fjalli og einnig er nokkurt hraun frá
henni uppi á ljallinu sjálfu. Hef ég
því valið að kenna bæði gígi og hraun
við þetta fjall. Gígaröð jjessa liafa jjeir
kortlagt hvor í sínu lagi Þorleifur
Einarsson (1960) og Kristján Sæ-
mundsson (1967) og lýsi henni. Verð-
20