Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 27
ur það ekki endurtekið hér, eu að-
eins á ]>að bent að þetta er hraun
C hjá Trausta en III hjá Þorleifi.
Það hefur flætt vestur um Hellis-
skarð og er brotið um þvert af sprung-
um á tveim stöðum þar. Er annað
misgengið rétt austan við þar sem
komið er upp á skarðið en hitt
nokkru nær Kolviðarhóli en miðja
vegu milli hans og skarðsins. Á báð-
um stöðunum er sigið austan megin
sprungunnar og austan skarðsins nem-
ur misgengið 3—4 metrum. Ekki get
ég fundið rök fyrir því að hjallinn
austur af Hellisskarði sé misgengi en
skammt austan við liann sér fyrir
sprungu í beinu framhaldi af lítilli
gígaröð, sem þar er — en án mis-
gengis.
Varðandi útbreiðslu þessa hrauns
vísast til korts Þorleifs Einarssonar.
Bæði Trausti og Þorleifur benda í
ritum sínum á, að mögulegt sé að
greina að hraunin á Hellisheiði út
frá feltspatdílunum. Þetta er og án
efa rétt, en samkvæmt minni reynslu
getur orðið nauðsynlegt að athuga
hraunin á mjög mörgum stöðum og
velja sýni með mikilli nákvæmni, ef
vissa á að geta fengist í öllum tilvik-
um. Það er t. d. engan veginn auð-
velt að greina að Reykjafellshraun og
Skarðmýrarhraun af útlitinu einu
sarnan.
Eldri hraun á Hellishciði
Þar sem Hengladalsá fellur niður
af fjallinu norðan við Kamba rennur
hún á mótum hrauns og fjalls og feli-
ur í allháum fossi niður í Nóngil en
það er gljúfur, sem skorist hefur
djúpt niður í berglögin. Ofan við
3. mynd. Fossinn í Hengladalsá og Hellisheiðarhraunin tvö t. v. á myndinni. El'ra
hraunlagið er Hveradalahraun (Þ.E. II), en undir þvi eru gróðurleifarnar.
21