Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 33
Hákon Bjarnason:
Um fræþroska á trjám
Undanfarin ár hafa margar inn-
fluttar trjátegundir, sem nú eru í
ræktun, Itorið þroskað fræ á ýmsunr
stöðum. Má ætla að fræfall muni
aukast mjög á næstu árum, svo að um
muni. Fram að þessu liefur trjáfræ,
sem hentar íslenskum skilyrðum, oft
verið l)æði torfengið og mjög dýrt,
enda liefur oft orðið að senda menn
um langa vegu að safna því. Það telst
til undantekninga, ef verslun hefur
trjáfræ á boðstólum, sem ætla má að
verði til gagns hér á landi. (Sama
gildir raunar allt fræ, sem hentar ís-
lensku veðurfari.)
Flið fyrsta, sem mér er kunnugt urn
þroskað trjáfræ hér á landi, að und-
anteknu birki- og reynifræi, er úr
furulundinum á Þingvöllum, en þar
safnaði Guðmundur Davíðsson fjalla-
furufræi um 1935 og sáði í kassa. Af
því uxu fáeinar plöntur, en ekki veit
ég, hvað af þeim varð. Á þessum ár-
um mynduðust ol't könglar á lerki og
fjallafuru, en oftast mun fræið hafa
verið vanþroska.
Árið 1947 var mikil blóma- og
könglamyndun á elstu blágrenitrján-
um á Hallormsstað, og af því fræi
spruttu um 3000 fullvaxnar plöntur,
sem nú vaxa á tveim stöðum, í Skorra-
dal og á Hallormsstað. Þær liæstu eru
um 4 metrar, en flestar nokkru lægri.
Blágrenitrén voru 42 ára, er þetta fræ
þroskaðist. Síðan hafa þau borið fræ
með nokkurra ára millibili og nú síð-
ast á þessu hausti.
Broddfura var flutt til landsins á
árunum 1903—1905, og fór hún að
1. myncl. Könglar á sitkagreni. Myndin
er tekin í Múlakoti í Fljótshlíð.
Náttúrufræðingurinn, 47 (1), 1977
27