Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 36
2. mynd. Sjálfsáið lerki á Hallormsstað. þau í sérstökum reit í Hallormsstaða- skógi, ekki langt frá foreldrinu. Upp frá þessu hafa trén borið köngla öðru hverju, en frætekju lítið sinnt. Hins vegar finnast nú með ári hverju sjálf- sánar lerkiplöntur umhverfis þessa lerkiteiga á Hallormsstað (2. mynd). Þær elstu eru allt að 2 metrar á hæð en hinar yngstu á stærð við vísifing- ur. Hinar sjálfsánu plöntur skipta tugum og sennilega hundruðum, ef vel væri leitað. Úr því að minnst er á sjálfsáin tré má Iræta jtví við, að um og eftir 1950 var farið að taka eftir sjálfsánum fjallafurum á Þingvöllum og við Grund í Eyjalirði. Þar næst fundust sjálfsáin lerki og á síðustu árum má finna hæði sjálfsáið sitkagreni og stafafuru, ef vel er leitað. Algengt er að sjá sjálfsánar birki- plöntur í görðum manna, svo og bæði reyni- og gráreyniplöntur. Hinu taka menn sjaldnar eftir, að hlynur vex oft sjálfsáinn innan um gisið gras. Fólk gerir of lítið af því að hirða þessar plöntur og koma þeim á legg, sem er vandalaust verk. Óþarfi er að fara fleiri orðurn um þetta. S.l. haust var mikið fræfall á sitkagreni, einkum austan lands, en jafnframt þroskuðust könglar á fleiri tegundum, og ef allt er með felldu um veðráttu vors og sumars hér sunn- an lands, er ekki ólíklegt að fræ- þroski verði sæmilega góður á ýmsum trjátegundum haustið 1977. 30

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.