Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 39
Gunnar Jónsson: Flækingsfiskar á íslandsmiðum Álitlegur fjöldi þeirra fiska sem fundist hafa á íslandsmiðum er að- komufiskar eða flækingar frá öðrum hafsvæðum einkum úr sunnanverðu norðaustur Atlantshafi en einnig ann- ars staðar frá. Með flækingsfiskum er átt við fisktegundir sem hvorki hrygna né leita sér fæðu reglulega ár hvert á íslandsmiðum heldur koma hingað af tilviljun annaðhvort í fæðuleit eða fyrir atbeina strauma. Reyndar er ennþá það lítið vitað um ýmsar teg- undir svokallaðra djúpsjávarfiska sem veiðast frekar sjaldan, að erfitt er að segja til um hvort þeir eru flækings- fiskar eða stöðugir íbúar undirdjúp- anna við ísland. Einkunt er hér um að ræða miðsævis- og djúpsviflæga (meso- og bathypelagíska) fiska. Með vaxandi rannsóknunt á undirdjúpun- um og dýralífi þar á ýmislegt eftir að skýrast og rannsóknir næstu ára eiga örugglega eftir að breyta mynd okkar af lífsháttum og útbreiðslu djúpfisk- anna allverulega. Af þeirn 220 fisktegundum sent fundist hafa á Islandsmiðum mun 51 vera flækingur svo öruggt sé en auk þess eru nokkrar tegundir sent óljóst er hvort eru flækingar eða heimafisk- ar. Þá er sæsteinsugan auk Jjess flæk- ingur en hún er yfirleitt talin með í fiskatölum Jjótt eigi sé hún fiskur. En látum okkur nú sjá hverjar Jress- ar flækingsfiskategundir eru sent heimsótt hafa Islandsmið og gera sunt- ar hverjar reyndar af og til ennþá. Brjóskfiskar Eftirfarandi 6 tegundir brjóskfiska af 33 sem fundist liafa á íslandsmið- um eru flækingar á íslandsmiðum: Brandháfur, Hexanchus griseus. Hér hafa fundist einn eða tveir brand- háfar og rak annan á Breiðamerkur- sand árið 1933 og var hann 3 m á lengd. Hinn á að hafa veiðst árið 1920 af Jtýskum togara sennilega við suður- eða suðausturströndina en reyndar gæti hann alveg eins hafa veiðst við Færeyjar eftir þeim upplýs- ingum sem fyrir liggja. Heimkynni brandháfsins eru annars í hlýjum sjó Miðjarðarhafsins og hlýrri hlutum Atlantshafsins. Hann slæðist norður lil Bretlandseyja, í Norðursjó, til Noregs og til íslands. D ep 1 ahá fu r, Scyliorhinus cani- cula. í október 1906 veiddist depla- liáfur í norðanverðum Faxaflóa og er hann sá eini sent vitað er um hér á norðurslóð. Heimkynni deplaháfs eru Náttúrufræðingurinn, 47 (1), 1977 33 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.