Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 40
í Miðjarðarhafi og Atlantshafi frá
Senegal norður til Bretlandseyja,
Norðursjávar og suður Noregs.
Kambháfur, Pseudotriakis
microdon. Vitað er um þrjá kamb-
háfa veidda á Islandsmiðum. Sá fyrsti
veiddist árið 1900, hinir 1914 og 1915
og allir við Vestmannaeyjar. Kamb-
háfur er sjaldséð tegund sem hefur
m. a. fundist við Portúgal og austur-
strönd Bandaríkjanna.
Gráháfur, Galeorhinus galeus.
Þessi tegund er sömu ættar og ýmsir
illræmdir mannætuháfiskar heitu haf-
anna (t. d. tígrisháfurinn) en verður
ekki eins stór og þeir frændur hans.
Gráháfur fannst fyrst hér í ágúst árið
1911, síðan altur í júlí 1912. Heim-
kynni gráháfs eru í Miðjarðarhafi og
austanverðu Atlantshafi frá Mar-
okkó og Madeira norður til Bretlands-
eyja, Noregs og Færeyja. Sama teg-
und eða náskyld finnst einnig í aust-
anverðu Kyrrahafi og vestanverðu
suður Atlantshafi.
Færeyj aháfur, Scymnodon ob-
scurus. Þessi tegund er þekkt frá
ströndum Vesturafríku, Kapverdeeyj-
um, Madeira og suður Brasilíu. Einu
sinni hefur lnin fundist sem flæking-
ur á luyggnum milli Færeyja og ís-
lands.
Skarðaháfur, Scymnorhinus
lica. Þessi tegund sem er skyld okkar
hákarli á að hafa veiðst undan norð-
vesturlandi í desember 1971 (bresk
heimild) en annars eru heimkynnin í
vestanverðu Miðjarðarhafi og Atlants-
hafi frá Marokkó, Madeira og Asór-
eyjum norður til írlands, norðveslur
Skotlands og í Norðursjó hefur
skarðaháfur einnig fundist.
Þá eru upptaldar þær tegundir
brjóskfiska, allt háfiskar, sem örugg-
lega eru flækingar á íslandsmiðum en
eftir eru fjórar tegundir sem ekki er
alveg ljóst hvort eru flækingar eða
ekki. Þessar tegundir eru dröfnuskata,
sjafnarskata, digurnefur og langnefur.
Dröfnuskata, Raja clavata hef-
ur fundist á íslandsmiðum þrisvar
eða fjórum sinnum fyrst í júlí 1901
og við Vestmannaeyjar en þá veidd-
ust tvær. Dröfnuskata er grunnfiskur
á 2—280 m dýpi og eru heimkynni
hennar í Svartahafi, Miðjarðarhafi og
Atlantshafi frá Madeira norður í
Norðursjó og til Bretlandseyja. Ef
hún er hér búsett þá ætti hún að
veiðast miklu oftar þar sem hún er
grunnfiskur. Möguleiki er á að henni
sé ruglað saman við tindaskötu en
j^ær eru fljótt á litið líkar útlits. Ég
hef J)ó reynt í seinni tíð að finna
dröfnuskötu í þeim mikla sæg tinda-
skatna sent við höfum veitt á rann-
sóknaskipum Hafrannsóknastofnun-
arinnar en ekki tekist ennjsá.
Sjafnarskata, Raja spinacider-
mis er djúpskata sem fundist hefur á
450—1570 m dýpi undan ströndum
suðvestur Afríku, á landgrunnshall-
anum undan ströndum norður Ame-
ríku og ein fannst djúpt undan suð-
austurlandi (62°45'N-11°55'V) í maí
1965. Er Jsví ekki gott að segja til um
hvort hún er hér flækingur eða ekki
á meðan ekki er meira vitað um út-
breiðsl u tegundarinnar.
Hámýsnar digurnefur, Hydro-
lagus mirabilis og langnefur,
Harriotta raleighana eru ennjrá frek-
ar sjaldséðar tegundir á íslandsmið-
um en sennilega eru Jiær ekki flæk-
ingar heldur íbúar djúpanna frá suð-
austurströndinni að suðvesturströncl-
34