Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 41
inni. Auk þess að finnast við ísland hefur digurnefur fundist við Færeyjar og vestan írlands en langnefur virðist útbreiddari því að hann hefur fund- ist frá Kanaríeyjum til Skotlands og íslands auk þess sem hann er einnig að finna við austurströnd N-Ameríku frá Chesapeakeflóa til Nýjaskotlands. Beinfiskar Af þeim 187 tegundum beinfiska sem vart liefur orðið á íslandsmiðum eru eftirtaldar 46 tegundir flækings- fiskar: Styrja, Acipenser sturio. Styrja hefur fundist fjórum sinnum við fs- land svo að vitað sé. Sú fyrsta fannst rekin á Langanesströndum árið 1757, önnur rekin á Núpsstaðafjöru 1793, sú þriðja fannst rekin í Njarðvíkum við Faxaflóa 1860 og sú fjórða fékkst í Faxaflóa árið 1955. Ósennilegt er að styrja eigi eftir að sjást hér oftar því að flestar þær ár í Evrópu sem áður liýstu styrjur eru orðnar mengun að bráð. Þó mun ennþá vera eitthvað eftir af styrju í ám í Frakklandi sem falla til sjávar í Biskayaflóa. Finnst einnig í Svartahafi, Miðjarðarhafi og Norðursjó. Hrygnir í ósöltu vatni. Sardína, Sardina pilchardus. Sardína hefur aðeins fundist einu sinni við ísland í júlí 1966 við Grinda- vík en heimkynni hennar eru annars í Norðursjó, umhverfis Bretlandseyj- ar, í Biskayaflóa, við Kanaríeyjar, Madeira og inn í Miðjarðarhaf. Augnasíld, Alosa fallax fallax. Augnasíld hrygnir í ósöltu vatni eins og styrjan og á heima meðlram ströndum Evrópu og Afríku frá Mar- okkó norður til Skandinavíu og inn í Eystrasalt. Hennar mun fyrst hafa orðið vart hér við Vestmannaeyjar og var reyndar dregið í efa að svo væri en löngu síðar veiddi þýskur togari nokkrar við Reykjanes. Suðræni silfurfiskur, Argyro- pelecus hemigymnus og stóri silf- urfiskur, Argyropelecus gigas eru sennilega báðir flækingar á íslands- miðum. Sá fyrrnel'ndi fannst í febrú- ar 1964 í vogmeyjarmaga að öllum líkindum við suður- eða suðvestur- ströndina en áður hafði orðið vart við tegundina suður og austur af landinu. Síðarnefnda tegundin fékkst undan suðvesturströndinni í rnars 1958. Heimkynni beggja þessara teg- unda eru víða í austanverðu N-At lantshafi og víðar og mun suðræni silfurfiskur vera útbreiddur á 200— 700 m dýpi norður á móts við 60° N, einnig í vestanverðu Miðjarðarhafi svo og í Indlands- og Kyrrahafi. Stóri silfurfiskur er útbreiddur á 400—650 m dýpi i Atlantshafi austanverðu á milli 25° og 40° N og finnst einnig í S-Atlantshafi, Mexíkóflóa, Indlands- og Kyrrahafi sunnanverðu. Stjarnmeiti, Astronesthes gem- rnifer fannst hér fyrst í september 1949 suðvestur af Vestmannaeyjum á 450 m dýpi. Heimkynni hans eru í austanverðu Atlantshafi frá 40° N lil 15° S og í vestanverðu Atlantshafi í Mexíkóflóa frá 40° N til 35° S. Broddatanni, Borostomias ant- arcticus telst til sömu ættar og stjarn- meiti. Hann veiddist hér í apríl 1965 undan suðvesturlandi (64o07'N-27° I6'V) en heimkynni hans eru í N- Atlantshafi norðan 40° N, í Miðjarð- arhafi, S-Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi sunnan 40° S. 35

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.