Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 41
inni. Auk þess að finnast við ísland hefur digurnefur fundist við Færeyjar og vestan írlands en langnefur virðist útbreiddari því að hann hefur fund- ist frá Kanaríeyjum til Skotlands og íslands auk þess sem hann er einnig að finna við austurströnd N-Ameríku frá Chesapeakeflóa til Nýjaskotlands. Beinfiskar Af þeim 187 tegundum beinfiska sem vart liefur orðið á íslandsmiðum eru eftirtaldar 46 tegundir flækings- fiskar: Styrja, Acipenser sturio. Styrja hefur fundist fjórum sinnum við fs- land svo að vitað sé. Sú fyrsta fannst rekin á Langanesströndum árið 1757, önnur rekin á Núpsstaðafjöru 1793, sú þriðja fannst rekin í Njarðvíkum við Faxaflóa 1860 og sú fjórða fékkst í Faxaflóa árið 1955. Ósennilegt er að styrja eigi eftir að sjást hér oftar því að flestar þær ár í Evrópu sem áður liýstu styrjur eru orðnar mengun að bráð. Þó mun ennþá vera eitthvað eftir af styrju í ám í Frakklandi sem falla til sjávar í Biskayaflóa. Finnst einnig í Svartahafi, Miðjarðarhafi og Norðursjó. Hrygnir í ósöltu vatni. Sardína, Sardina pilchardus. Sardína hefur aðeins fundist einu sinni við ísland í júlí 1966 við Grinda- vík en heimkynni hennar eru annars í Norðursjó, umhverfis Bretlandseyj- ar, í Biskayaflóa, við Kanaríeyjar, Madeira og inn í Miðjarðarhaf. Augnasíld, Alosa fallax fallax. Augnasíld hrygnir í ósöltu vatni eins og styrjan og á heima meðlram ströndum Evrópu og Afríku frá Mar- okkó norður til Skandinavíu og inn í Eystrasalt. Hennar mun fyrst hafa orðið vart hér við Vestmannaeyjar og var reyndar dregið í efa að svo væri en löngu síðar veiddi þýskur togari nokkrar við Reykjanes. Suðræni silfurfiskur, Argyro- pelecus hemigymnus og stóri silf- urfiskur, Argyropelecus gigas eru sennilega báðir flækingar á íslands- miðum. Sá fyrrnel'ndi fannst í febrú- ar 1964 í vogmeyjarmaga að öllum líkindum við suður- eða suðvestur- ströndina en áður hafði orðið vart við tegundina suður og austur af landinu. Síðarnefnda tegundin fékkst undan suðvesturströndinni í rnars 1958. Heimkynni beggja þessara teg- unda eru víða í austanverðu N-At lantshafi og víðar og mun suðræni silfurfiskur vera útbreiddur á 200— 700 m dýpi norður á móts við 60° N, einnig í vestanverðu Miðjarðarhafi svo og í Indlands- og Kyrrahafi. Stóri silfurfiskur er útbreiddur á 400—650 m dýpi i Atlantshafi austanverðu á milli 25° og 40° N og finnst einnig í S-Atlantshafi, Mexíkóflóa, Indlands- og Kyrrahafi sunnanverðu. Stjarnmeiti, Astronesthes gem- rnifer fannst hér fyrst í september 1949 suðvestur af Vestmannaeyjum á 450 m dýpi. Heimkynni hans eru í austanverðu Atlantshafi frá 40° N lil 15° S og í vestanverðu Atlantshafi í Mexíkóflóa frá 40° N til 35° S. Broddatanni, Borostomias ant- arcticus telst til sömu ættar og stjarn- meiti. Hann veiddist hér í apríl 1965 undan suðvesturlandi (64o07'N-27° I6'V) en heimkynni hans eru í N- Atlantshafi norðan 40° N, í Miðjarð- arhafi, S-Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi sunnan 40° S. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.