Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 42
B1 e i k 1 a x, Oncorhynchus gor- buscha. Upprunaleg heimkynni bleik- laxins voru í N-Kyrrahafi og aðliggj- andi innhöfum, norðan Beringssunds að Lénu og Mackenzieám. Árið 1956 var farið að setja hann í ár í Sovét- ríkjunum sem renna til sjávar í Bar- entshaf og Hvítahaf og þaðan flækt- ist hann síðan til stranda Svalbarða, Noregs, Bretlandseyja og íslands. Hér varð hans fyrst vart í ágúst 1960. Laxsíldirnar m adeirulaxsíld, Ceratoscopelus maderensis, rafins- 1 a x s í 1 d, Diaphus rafinesquei, fenrislaxsíld, Lampanyctus croco- dilus og deplalaxsíld, Symbolo- phorous veranyi eru að líkindum all- ar flækingar á íslandsmiðum. Heim- kynni þeirra eru í Miðjarðarhafi og N-Atlantshafi á milli 20° N og 51° N. Deplalaxsíld finnst einnig í Atlants- hafi, undan ströndum Afríku suður til Kap Verde og í V-Atlantshafi norð- an Hatterashöfða. Madeirulaxsíld fannst við Vestmannaeyjar í október 1885, rafinslaxsíld hefur fundist nyrst djúpt undan suðurströnd íslands (61° 55'N-I 7°00'V), fenrislaxsíld á Dohrn- banka og norðvestan íslands og depla- laxsíld gæti hafa borist með Golf- straumi norður til íslands. Stóri földungur, Alepisaurus ferox fannst hér fyrst við Vestmanna- eyjar árið 1844 og kemur hingað af og til síðan í heimsókn. Heimkynni hans eru í Miðjarðarhafi, við Ma- deira, Kanaríeyjar og víðar. Einnig hefur hann fundist við Grænland. H o r n f i s k u r, Belone belone be- lone. Heimkynni hornfisks eru í N- Atlantshafi frá ströndum Frakklands norður til Englands og Noregs (Þránd- heims) um Norðursjó og Eystrasalt. Hér varð hans fyrst vart árið 1701, síðan 1764 og 1821. Geirnefur, Scomberesox saurus sem heima á í Miðjarðarhafi, og At- lantshafi frá Kanaríeyjum til Bret- landseyja og Noregs liefur fundist á íslandsmiðum nokkrum sinnum oft- ast rekinn á fjörur. Lýsingur, Merluccius merlucci- us er af ættbálki þorskiiska og á heima við Bretlandseyjar, í Norður- sjó og allt suður til Marokkó en finnst einnig sunnar og í Miðjarðarhafi. Flækist norður til Lófóts og Islands. Hér hefur hann fundist örfáum sinn- um fyrst árið 1910 og eingöngu und- an suðurströndinni. Stóra brosma, Urophycis tenuis fannst hér árið 1908 og var talið að um nýja tegund fyrir vísindin væri að ræða. Síðar kom í ljós að hér var flækingsfiskur á ferð sem kominn var alla leið vestan frá austurströnd Bandaríkjanna. Eingöngu stórir fisk- ar (80—110 cm) veiðast hér og oftast lirygnur og á svæðinu frá Snæfellsnesi að Suðausturlandi. Móra, Mora moro er þriðja teg- undin al ættbálki þorskfiska sem flækist liingað til íslandsmiða. Reynd- ar hafa aðeins tvær fundist hér og báðar saman árið 1914 í Háfadjúpi. Heimkynni móru eru í vestanverðu Miðjarðarhafi og N-Atlantshafi norð- ur til Bretlandseyja en hún flækist til Færeyja og íslands. Guðlax, Lampris guttatus á heima í Miðjarðarhafi, Atlantshafi og finnst í Norðursjó og víðar. Hingað l'lækist hann stundum og fyrst er sagt frá honum árið 1610 eða 1611 þegar einn rak á Skagaströnd. Rauðserkur, Beryx decadactyl- 36

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.