Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 48
landa. Hún þekkist frá ströndum Is- lands og Noregs suður til Asóreyja. Silfurkóð telst til þorskaættar og á heima við brúnir landsgrunnsins frá Biskayaflóa til Bretlandseyja og Nor- egs. Hér hafa aðeins fundist lirfur m. a. í Miðnessjónum en aldrei full- orðnir fiskar. Sennilega á þó silfur- kóðið heima hér við landgrunnsbrún- irnar og fullorðnir fiskar eiga senni- lega eftir að veiðast. Fjólumóri fannst hér fyrst í Ing- ólfsleiðangrinum 1895-96 djúpt und- an suðausturlandi (62°49' N-25°07' V) en hann hefur auk jress fundist allt suður til Gíbraltar og við N- Ameríku frá Baffinslandi til Hatteras- höfða og einnig í S-Atlantshafi, Ind- landshafi og Kyrrahafi. Mórubróðir gæti verið hvort held- ur sem er flækingur eða heimafiskur en um Iiann er fulllítið vitað ennþá. Hann fannst fyrst fyrir vestan frland árið 1908. Næst veiddust 4 fiskar vest- ur og norðvestur af Færeyjum í janú- ar 1964 og síðan tveir fiskar í apríl 1965 undan suðvestur og suðurströnd fslands. Síldakóngur hefur fundist í Atlants- hafi, Indlandshafi og Kyrrahafi en veiðist sjaldan. Hérna mun hann hafa rekið einu sinni eða tvisvar á fjörur í september árið 1906 við Eyrarbakka og í febrúar 1919 við Snæfellsnes. Sníkir er merkilegur fiskur. Hann er smár um 30 cm og heldur sig mikið í holi sæbjúgna. Hér á hann að hafa fundist í ágúst 1956 á öræfagrunni og veiddur af skosku rannsóknaskipi. Það er e. t. v. engin furða að hann skuli ekki hafa fundist oftar svo vel falinn í gestgjafa sínum ef hann er hér heimafiskur. Ólíklegt er að hann flækist á milli landa né gestgjafi hans. Þess vegna verður sníkir að teljast ís- lenskur fiskur sé rétt greint til leg- undar. Annars hefur sníkirinn fundist í N-Atlantshafi frá Stavangerfirði suð- ur til 50° N. Sandhverfa er einnig dálítill vafa- fiskur. Hún finnst næstum árlega á íslandsmiðum og bæði í hlýja og kalda sjónum og stundum margar á ári. Aðeins stærri fiskar hafa fundist en hvorki egg né lirfur. Heimkynni sandhverfunnar eru í Svartahafi, Mið- jarðarhafi og N-Atlantshafi frá Mar- okkó norður í Norðursjó en fundist hefur hún allt til heimskautsbaugs. Hér jrekkist hún síðan 1914. Þar með eru upptaldir flækings- fiskar og vafafiskar á íslandsmiðum. Eins og þegar hefur komið fram þá eru tegundir flækingsfiska 52 þar af eru 6 brjóskfiskar og 46 beinfiskar. Auk jiess eru 2—4 vafagemlingar meðal brjóskfiska og 14 beinfiskar. Megnið af þessum flækingsfiskum er komið að sunnan eða suðaustan. Tvær tegundir, stóra brosma og rek- aldsfiskur, koma ]jó vestan um haf frá Ameríku, ein tegund, gaddahrogn- kelsi, kemur frá A-Grænlandi og bleik- laxinn kentur að norðaustan þ. e. úr Barentshafi eða Hvítaliafi eöa ám sem í þau höf renna. Styrjan, augnasíldin og bleiklaxinn ganga upp í ár eða ósalt vatn til hrygningar þó þessar tegundir hafi ekki gert það hér og vartari og grá- röndungur leita oft upp í ár og árósa þótt ckki hrygni jteir í ósöltu vatni. Á næstu árum eiga sjálfsagt eftir að bætast við nokkrar nýjar tegundir djúpfiska áður óþekktar við Island 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.