Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 54
áigon-38. Hlutfallsíegt magn allra argonsamsætna blöndunnar má svo mæla beinL og út frá þekktu magni ar- gon-viðbótarinnar má fá tölulegt magn þeirra. Aðalforsendur aðferðarinnar eru: 1) Að ekkert argon sé í berginu upp- haflega, þ. e. þegar kvikan storkn- ar. 2) Að bergið hafi ekki tapað neinu argoni frá því að það storknaði, þ. e. Ai"*l> hafi safnast fyrir. 3) Að Arso sem mælist í massagreini sé eingöngu upprunnið úr and- rúmsloftinu. Nier (1950) mældi hlutföll argon-samsætna í and- rúmslofti og er enn í dag notast við niðurstöður lians, þ. e. Ar40/ Ar30 hlutfallið er jafnt og 296.0 í hreinu andrúmslofti. 4) Að hlutfall K40/KlielWar sé liið sama hvar sem er í bergi. 5) Að dreifing K og Ar í bergi, þ. e. sýnunum, sé jöfn og réttlæti notk- un tveggja sýnishluta, þ. e. eins hluta fyrir K-greiningu og annars fyrir argon-ákvörðun. Ekki er ástæða til að fara náið út í öll smáatriði, en rannsóknir fjöl- margra vísindamanna hafa sýnt, að ofangreind atriði standast ekki alltaf. K40/KlieIldar hlutfallið getur t. d. verið breytilegt (Taylor & Urey, 1938; Verbeek Sc Schreiner, 1967), enda þótt yfirgnæfandi meirihluti rannsókna- niðurstaða sýni, að það sé hið sama. Þó má benda á, að hlutfallið fer lækk- andi í tímans rás vegna klofnunar á K40, en lækkunin nemur aðeins 1% á 16 milljónum ára (Dalrymple & Lanphere, 1969). Dreifing kalíums getur verið ákaf- lega misjöfn innan hverrar bergein- ingar, t.d. sýndu Hornung og sam- starfsmenn hans (1964) fram á 17% mismun í kalíum-magni eftir einum og sama ganginum í N-Englandi og Dalrymple og Hirooka (1965) sýnclu að auki fram á misjafna dreilingu argons. Evans (1969) staðfesti þessar niðurstöður, en benti á, að koma mætti í veg fyrir áhrif þessa dreifing- armismunar með því að mala sýnin mjög smátt og nota afmarkaðar korna- stærðir. Ennfremur liefur komið í ljós, að oft er argon-40 til staðar í berginu í upphafi og er það þá komið frá elclra bergi. Sýnt hefur verið fram á tilvist þessa umfram argons m. a. með sam- anburði á aldursákvörðunum sama bergs með mismunandi aðferðum (Dalrymple &: Lanphere, 1969). Er þá K/Ar niðurstaðan óeðlilega há miðað við t. d. Rúbidium-Strontium aðferð- ina. Ennfremur sýndu Mussett og Dalrymple (1968) og Fitch og Miller (1971) fram á, að Ar3G getur einnig fundist i bergi án þess að vera komið úr andrúmsloftinu. Einnig er það staðreynd, að ekki hafa <)11 berglög verið lokuð kerfi hvað argon snertir, þ. e. argon hefur náð að sleppa á brott. Mætti því halda, að fátt stæði eftir, sem rétt- lætti notkun þessarar aðferðar, en sem betur ler llafa endurbætur innan aðferðarinnar verið slíkar, að ágæti hennar hefur verið staðfest. Er hér átt við svonefnda „ísókrónu“-með- höndlun K/Argagna (t.cl. Hayatsu & Garmichael, 1970; Mellor &: Mussett, 1975, og Fitch o. fl„ 1976). Hér er gert ráð fyrir, að bæði Ar40 og Ar3° séu til staðar í kvikunni í ákveðnum hlutföllum og að dreifing 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.