Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 64
eitthvaS a£ sjóðum félagsins á vaxtaauka-
reikningi.
Ur stjórn félagsins áttu að ganga Sól-
mundur Einarsson sjávarlíffræðingur og
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur. —
Kristján baðst eindregið undan endur-
kjöri og var Baldur Sveinsson verkfræð-
ingur kjörinn í hans stað en Sólmundur
var endurkjörinn. Varastjórn, endurskoð-
endur og varaendurskoðandi voru einnig
endurskosnir.
Stjórnin bar fram tilliigu um hækkun
félagsgjalda í kr. 2000.00, ef halda ætti
starfsemi félagsins í svipuðu horfi og ver-
ið helur, og var hún samþykkt samhljóða.
Flutt var eftirfarandi tillaga um breyt-
ingu á lögum félagsins: Við 7. gr. félags-
laga bætist eftirfarandi ákvæði: „Tillögu
um lagabreytingu má því aðeins taka til
afgreiðslu á aðalfundi, að hún hafi borist
félagsstjórn fyrir áramót og verið kynnt
félagsmönnum í fundarboði." Tillagan
var samþykkt samhljóða.
Ennfremur var flutt, eftir nokkrar um-
ræður um Flóru Islands og að tímabært
væri að huga að nýrri útgáfu hennar, til-
laga um að aðalfundurinn fæli stjórn fé-
lagsins að hefja undirbúning að nýrri út-
gáfu Flóru og skipa nefnd til að vinna að
því verki. Tillagan var einnig saiilþykkt
samhljóða.
Á aðalfundinum var kjörinn nýr heið-
ursfélagi og nýr kjörfélagi. Stjórnin flutti
tillögu um að Stefán Stefánsson afgreiðslu-
maður Náttúrufræðingsins í áratugi yrði
kosinn heiðursfélagi „fyrir ómetanlegt og
óeigingjarnt starf í þágu félagsins og tíma-
rits þess, Náttúrufræðingsins". Tillagan
var samþykkt samhljóða. Þá flutti stjórn-
in einnig tillögu um að Olafur Jónsson,
fyrrv. tilraunastjóri á Akureyri, yrði kos-
inn kjörfélagi „vegna hins ntikla framlags
til rannsókna á jarðfræði Ódáðahrauns
og á berghlaupum, ásamt ómetanlegri
gagnasöfnun um snjóflóð". Það var einnig
samþykkt samhljóða.
Fræðslusamkomur
Á árinu voru haldnar sex fræðslusam-
komur, allar í stofu nr. 201 í Árnagarði
við Suðurgötu í Reykjavík, og voru fyrir-
lestrar um náttúrufræðileg efni fluttir á
þeim öllum og myndir sýndar til skýr-
inga. Untræður urðu að öllum fyrirlestr-
um loknum og ýmsar fyrirspurnir kontu
fram og tóku oft margir til máls. Aðsókn
að fræðslusamkomum var mjög misjöfn,
ágæt að sumum fyrirlestrum eða um 110,
dræm að öðrum eða um 30 minnst. Alls
sóttu fræðslusamkomur á árinu um 420
manns eða 70 að meðaltali.
Fyrirlesarar og elni fyrirlestra á fræðslu-
samkomum voru þessi:
26. janúnr:
Fyrirlesari: Leifur Símonarson jarðfræð-
ingur.
Efni: Nýjar og gamlar rannsóktiir á
seingervingum.
23. febrúar:
Fyrirlesari: Karl Grönvold jarðfræðing-
ur.
Efni: Dyngju- og sprunguhraun við
Þeystarreyki og Kröflu.
29. mars:
Fyrirlesari: Jón Kristjánsson fiskifræð-
ingur.
Efni: Notkun dýptarmæla við fisktaln-
ingu í Þingvallavatni.
26. april:
Fyrirlesari: Eysteinn 7'ryggvason jarð-
eðlisfræðingur.
Efni: Jarðskorpuhreyfingar í Öskju.
1. nóvember:
Fyrirlesari: Flákon Aðalsteinsson vatna-
líffræðingur.
Efni: Rannsóknir á plöntu- og dýra-
svifi í Mývatni.
29. nóvember:
Fyrirlesari: Arnþór Garðarsson dýra-
fræðingur.
Efni: Votlendi og verndun þess.
Frœðsluferð ir
Sumarið 1976 voru farnar fjórar
fræðsluferðir á vegum félagsins, þrjár eins
dags ferðir og ein jtriggja daga ferð.
Uppsligningardag, 27. mai, var farin
ferð til jarðfræðilegra athugana og skoð-
58