Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 9
sögulegum tíma sé rnjög breytileg og
falli ekki sem best að ferli Ara. Einnig
konr í ljós að segulstefna var mjög
breytileg innan einstakra hrauna.
Þegar bornar voru sanran mælingar
senr gerðar lröfðu verið beint á segul-
sviðinu og mælingar á hraunum senr
runnið höfðu á sama tíma kom í ljós,
að þær féllu ekki saman (t. d. Öskju-
hraunið 1961). Á þessu kunni Doell
tvær skýringar. Hin fyrri er, að þegar
hraun storknar og segulnragnast hafa
segulfrávik í undirlagi þess áhrif á ]rá
segulstefnu sem geymist í hrauninu.
Hin síðari er, að yfirborð hrauna
hreyfist eftir að það er storkið og
segulnragnað og því séu sýni úr yfir-
borði þeirra varasönr. Þetta getur
skapað vanda í sambandi við nútínra-
hraun þar sem yfirleitt er erfitt að ná
sýnunr nema úr yfirborði þeirra.
Af ofanskráðu er ljóst, að ekki er
lrægt að draga neinar ályktanir af
þeim gróðurnrun senr er á helluhraun-
inu og Brunanum, né er hægt að nota
segulmælingar í þeim tilgangi sem
Jóhannes Áskelsson og Ari Brynjólfs-
son notuðu þær. Það er því ekkert
senr bendir til að Eldborgarhraunið
hafi myndast í tveimur gosunr, lreldur
er hitt sennilegra að það sé allt runn-
ið í einu og sanra gosinu.
Gossaga og aldur Eldborgar
Gosið hefur lrafist á því, að VNV—
ASA sprunga opnaðist og hraun tók
að streyma út frá lrenni. í fyrstu var
kvikan þunnfljótandi og storknaði
sem helluhraun, en seinna í gosinu
rann apalhraunið, sem nú gengur
undir nafninu Bruninn. í lok gossins
dróst eldvirknin saman á fimm gíga
og síðast gaus aðeins einn, Eldborgin.
Þá var kvikan nrjög þunnfljótandi og
dró niður í gígnunr öðru lrvoru, en á
á nrilli náði hann að fyllast, og á
þann hátt nrynduðust hraunskánirnar
sem Borgin er gerð úr. Bruninn lrefur
líklega runnið á nreðan enn gaus á
sprungunni, en Hálsarnir myndast unr
það leyti senr eldvirknin var að drag-
ast saman á nokkra gíga.
Hve gamalt er Eldborgarhraun?
Hér á eftir verður reynt að leiða get-
unr að aldri þess. Eldborgarhraunið
lrefur runnið út yfir gróðurvana sanda
og mela á tímabili þegar sjór stóð
að minnsta kosti 2 m neðar en nú
og líklega 5 nr eða meir. Land er nú
að síga og sjór að ganga á land við
Faxaflóa, eins og fjörunrórinn, senr
víða finnst, ber glögg nrerki unr (Sig-
urður Þórarinsson, 1956). Enginn
fjörumór hefur fundist við Breiða-
fjörð og því verður að álykta, að þar
standi sjávarstaðan í stað eða sé að
lækka. Má því ætla að landsigið sé
lrægara við norðanverðan Faxaflóa,
heldur við hann sunnanverðan. Land
hefur stöðugt verið að síga síðustu
9000 árin (Sigurður Þórarinsson, 1956).
Sjávarmál á þessu svæði lrefur því
farið hækkandi allan þennan tíma.
Þessi hækkun hefur verið stöðug, ef
undan er skilið stutt tímabil fyrir
4500—5000 árum, en þá hækkaði í
sjónunr um stundarsakir vegna bráðn-
unar jökla, en þá varð lrvað hlýjast
á nútíma. Á þessu stutta tímabili
nrynduðust Nákuðungslögin. Sig-
mundur Einarsson jarðfræðingur hef-
ur í óbirtri grein dregið sjávarstöðu-
línurit fyrir Reykjanesskagann og
komist að svipuðum niðurstöðunr og
Sigurður. Sanrkvæmt línuriti Sig-
135