Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 11
4. mynd. Rauðhálsar scðir frá suðaustri. — Rauðhálsar ciiider cone seen from the
southeast.
nokkuð misþykk. Lagið þynnist í
suður og verður þess síðast vart rétt
vestan við Brúarhraun. Lagið finnst
á fáeinum stöðum vestan Haffjarðar-
ár. Öskukornin eru allt að 4 mm í
þvermál, en niður í 0.5—1 mm. Á
nokkrum stöðunr er neðri hluti lags-
ins fínkornóttari en efri liluti þess.
Enginn efi getur verið á, að askan sé
komin frá Rauðhálsum, og er stefna
öskugeirans næg staðfesting á því.
Öskulagið finnst nær eingöngu í mýr-
um, en alls ekki uppi á Eldborgar- né
Barnaborgarhrauni og heldur ekki
þar sem fokmoldarjarðvegur er ríkj-
andi (uppi á melunum og næst þeim).
Öskulagið er á 10 til 50 cm dýpi og
er dýpst á það sunnan til á svæðinu,
í nágrenni Kaldár- og Garðamela.
Ætla verður, að jarðvegur hafi þykkn-
að hraðar nærri melunum vegna
áfoks.
Er á gosið leið varð hraunrennsli
nær einrátt, en kvikustrókavirkni hef-
ur þó verið einhver allan tímann, eins
og vikurflekkurinn ofan á hrauninu
sunnan við gíginn ber með sér. Rauð-
hálsahraunið er lang unglegasta
hraunið í Hnappadal. Það er að
mestu jtakið gráum mosa, en annar
gróður er hverfandi. Ekki hefur tek-
ist að komast undir Rauðhálsahraun-
ið. Nærri hraunjaðrinum, austur af
Skjálg, hefur verið grafinn skurður
og á einum stað í skurðbakkanum
fellur öskulagið saman við sindur,
sem auðsjáanlega er ættað frá hraun-
inu, en það er örfáa metra í burtu.
t mýrinni milli Eldborgar- og Rauð-
hálsahrauna, en norðan Garðalækjar
137