Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 76
og Austurlandi. Á 8 veðurstöðvum mæld- ist svo til engin úrkoma og víða var hún 1—5 mm. Maí er oft ntjög þurr á þessum slóðum en jafnúrkomulítið hefur þó ekki orðið á svo stóru svæði síðan 1931. Á Vestur- og Suðvesturlandi varð úrkoma nálægt meðallagi. Júní, júlí og ágúst voru heldur kaldari en í meðalári á landinu 1 heild. ICaldast var að tiltölu á Suðvesturlandi í júní en mildast í júlí norðantil á landinu. í júní og júlí rigndi meira en í meðalári nema í innsveitum norðaustanlands. Mikið úrfelli var sunnanlands 21.—22. júní og var þá sólarhringsúrkoman í íra- fossi 102 ntm. í Reykjavík mældist úr- koman 31 mm frá 28. kl. 09 til jafnlengd- ar þ. 29., og er það mesta sólarhrings- úrkoma þar í júní frá upphali mælinga. 1 byrjun júlí gerði síðan stórrigningu á Austfjörðum og með ströndum allt til Ör- æfajökuls. í Neskaupstað var sólarhrings- úrkoma að morgni 3. júlí 186 mm og 100 mm mældust á Kvískerjum þ. 4. Sólskins- stundir voru færri en í meðalári Iræði í Reykjavík og á Akureyri í júní og júlí en í ágúst voru þær fleiri en venja er til á báðum stöðvunum. Urkoma var einnig innan við meðallag í þeim mánuði, nema á Suðausturlandi, en jtar var stórrigning þ. 10,—11. og mældist sólarhringsúrkoma á Kvískerjum 190 mm. Sæmileg heyskap- artíð var um allt land og heyskap lauk víðast i mánuðinum. Fyrsta djúpa lægðin á haustinu kom 27. ágúst og olli hvass- viðri og mikilli úrkomu um allt land. I september var svalt en frernur stillt veður, hitinn var um 1° undir meðallagi. Urkoma var minni en venja er til nema sums staðar vestan til á landinu. Fyrstu 10 daga október var kalt, en síðan lengst af hlýtt fram til mánaðar- móta, en nóvember varð mjög kaldur þar til í síðustu vikunni. í jreim mánuði varð hitinn um 3° undir meðallagi, en í októ- ber var heldur hlýrra en 1 meðalári sunn- anlands, en norðanlands var hitinn undir meðallagi. Gott haustveður var fram til 11. nóv. en þá gerði norðan hvassviðri með slyddu og snjókomu norðan og aust- an til á landinu og eftir það var tíð rysjótt. Urkoma var mjög ntikil norðan- lands og austan í október en annars var úrkomulítið [ressa tvo mánuði. Desember liefur einkennst af mjög tíð- um sveiflum milli frosts og þíðu. Mjög hlýtt var fyrstu vikuna, hiti komst upp í 9—10° en þ. 18. og 19. var víða meira en 20° frost. I>. 14. gerði afspyrnu sunnan veður við suðurströndina, vindur komst í 119 hnúta í Vestmannaeyjum í snöggri hviðu, og er það mesta vindhviða sem mælst hefur á landiuu. í heild verður árið um 14° kaldara en meðaltal áranna 1931—1960, en um meðal- lag sé miðað við árin eftir 1960. Úrkoma verður lalsvert innan við meðallag eða um þj af meðalúrkomu. Addti Bára Sigfúsdóttir. Nýtt rit um viðarfræði Haraldur Ágústsson, kennari, hefur gef- ið út fjölritað hefti um viðarskaðvalda, sem ætlað er til nota við kennslu í viðar- lræði við Iðnskólann í Reykjavík. í þessu hefti gerir höfundur grein tyrir helstu skaðvöldum í smfðaviði, hinum ýmsu sveppa- og dýrategundum, sem máli skipta. Fjallað er um viðarskaðvalda í sjó og loks um ráðstafanir gegn viðarskemmd- um. Haraldur hefur áður tekið saman rit um viðarfræði og nefnast þau: Heiti úr viðarfræði (1968), Heili úr viðarlíffræði (1970), 25 viðarlýsingar (1973), Viðarein- kenni (1973) og Ýmislegt úr viðarfræði (1977). 202

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.