Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 28
Gísli Már Gíslason:
íslenskar vatnabjöllur
Inngangur
Þessi grein er samin til að bæta að
nokkru úr þeirri þörf sem er á að-
gengilegum greiningarlyklum yfir ís-
lensk vatnadýr. Efni í greinina var
safnað á árunum 1974—1977. Allar
lýsingar og myndir í greininni eru
byggðar á íslenskum eintökum, nema
8. mynd.
Islenskar vatnabjöllur ganga undir
nöfnunum brunnklukkur og vatna-
klukkur. Þessar bjöllur (Coleoptera)
dveljast nær allt lífsskeið sitt í vatni.
Egg og lirfur (vatnskettir) ala aldur
sinn í vatni, en púpustigið er á landi.
Fullorðnu dýrin lifa að mestu í vatni,
en fljúga þó annað veifið.
Hérlendis eru tvær ættir vatna-
bjallna, vatnaklukkuættin (Halipli-
dae) og brunnklukkuættin (Dytisci-
dae). Ein tegund er af fyrrnefndu ætt-
inni, en fjórar af hinni síðarnefndu.
Vatnabjöllur þurfa loft til öndunar
og koma upp á yfirborðið öðru
hverju. Þær geyma loftbólu undir
skjaldvængjunum, sem þær nýta
smám saman til öndunar, en vatna-
klukkan Haliplus fulvus getur einnig
geymt útöndunarloftið við koxaplöt-
una (plata sem hylur stofnlið aftasta
l'ótapars), og verður súrefnisstreymi
inn í loftbóluna úr vatninu og koltví-
sýringur streymir út í vatnið. Þetta
streymi er aukið með hröðum lireyf-
ingum afturfótanna. Þannig getur
bjallan dvalist lengri tíma en ella í
kafi, en sarnt er nauðsynlegt fyrir
hana að koma upp á yfirborðið öðru
hverju. Vatnskettirnir anda einnig að
sér súrefni úr andrúmsloftinu. Tvö
öndunarop eru á aftasta lið þeirra.
Þó geta vatnskettir lækjarklukkunnar
að öllum líkindum notað sér súrefni
vatnsins, þar sem þeir koma sjaldan
eða aldrei upp á yfirborðið.
Greinilegasta aðlögun vatnabjallna
til sunds er straumlínulögun þeirra.
Á þetta aðallega við brunnklukku-
ættina. Afturfætur þeirra eru einnig
góðir sundfætur, flatir með löng hár
og spora. Vatnaklukkur eru ekki eins
straumlínulaga og fætur þeirra eru
ekki flatir, en hafa þó háraröð.
Flokkun og lifnaðarhœttir
Við samningu þessa kafla er að
rnestu stuðst við grein eftir Larsson
og Gígja (1959) og eigin athuganir a
útbreiðslu vatnabjallna.
Lirfustig vatnabjallna eru þrjú.
Fullvaxnir vatnskettir (þriðja stig)
skríða á land og mynda púpuhylki og
púpa sig. Bjallan skríður síðan úr
púpunni og niður í vatnið.
Náttúrufræðingurinn, 47 (3—4), 1977
154