Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 77
Veiting heiðursverðlauna úr Ásusjóði 1977 Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright veitti heiðursverðlaun fyrir árið 1977 við athöfn í Norræna liúsinu 27. desember s.l. Voru verðlaunin veitt Stein- dóri Steindórssyni fyrrverandi skólameist- ara á Akureyri fyrir víðtækan þátt hans í rannsóknum á gróðurfari landsins. Steindór Steindórsson frá Hlöðum fæddist 12. ágúst 1902 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1925, en stundaði síðan nám í náttúrufræðum við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1925 til 1930. Hann var við nám og vís- indastörf við grasasafnið í Osló með styrk frá norska Nansenssjóðnum á árunum 1950 til 1951 og síðar við erindaflutning í Bandaríkjunum 1956 og fræðistörf í Kaupmannahöfn 1972. Að námi loknu settist Steindór að á Akureyri og gerðist þar kennari árið 1930. Vann hann upp frá því rnikið starf sem uppfræðari æskumanna einkum um nátt- úrufræði, þar sem liann miðlaði öðrum óspart af hinum mikla l'róðleik sínum. Hann var settur og síðan skipaður skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri á ár- unum 1966 til 1972. Steindór hefur auk þess starfað af ntikilli elju og áhuga að fjölmörgum félagsmálum og komið víða við sögu bæði í héraðs- og landsmálum. Hann hefur verið í stjórnum og við stjórnarformennsku fjölmargra athafna- og menningarfélaga, verið fulltrúi lands- ins á erlendum vettvangi og setið í hæjar- stjórn Akureyrar og á Alþingi. Hann var í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands í tæp 30 ár og formaður þess frá 1952. Meðlimur í Vísindafélagi íslendinga var hann kjörinn 1941. Ritstörf Steindórs eru mikil að vöxtum og sýna live fjölhæfur hann er og afkasta- mikil! rithöfundur. Hann hefur verið rit- stjóri tímaritsins Heima er bezt frá árinu 1956 og hann liefur séð um útgáfu og þýtt fjölmargar bækur og skrifað greinar um ýmis óskyld málefni. En sérstaklega hefur Steindór unnið gagnmerkt starf með því að þýða á íslensku ferðabækur Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Ólafs Ólavíusar og fleiri íslandslýsingar lrá 18. og 19. öld. Með því hefur hann gefið íslenskum lesendum kost á því að kynnast lýsingum fræðimanna þeirra tíma á þjóðháttum og náttúru landsins. En þessi rit voru áður fágæt og óaðgengileg fyrir almenning. En Steindór liefur gert annað og meira en að uppfræða um náttúrufræði og kynna fræðirit annarra. Hann liefur um langt sk-eið verið afkastamikill við grasa- fræðirannsóknir liér á landi. Hann hefur séð um útgáfu og endurskoðað Flóru ís- lands eftir Stefán Steíánsson, og birL fjöl- margar ritgerðar uni flórunýjungar og kannað flóru einstakra byggðarlaga. Veigamest er þó lramlag Steindórs á sviði gróðurrannsókna. En þar hefur hann unnið brautryðjandastarf með kenningu sinni á gróðursögu landsins og rannsókn- um á plöntusamfélögum. I greinum um aldur og innflutning ís- lensku flórunnar, bendir hann á, að all- verulegur hluti þeirra tegunda plantna, sem nú finnast í íslensku gróðurríki, hafi lifað af síðasta jökulskeið á íslausum svæðum. Styðst Steindór að nokkru við hliðstæðar skoðanir erlendra náttúrufræð- inga um vetursetu lífvera á íslausum svæð- um Skandinavíu, en styður kenningu sína eigin rannsóknum á útbreiðslu plantna, og færir rök að því, að misjöfn dreifing tegunda eftir landshlutum bendi til ís- aldar-svæða plantna hér á landi. En áður var álitið, að allur gróður lieíði eyðst við það, að landið huldist jökli á síðustu ís- öld. Þá eru rannsóknir Steindórs á plöntu- samfélögum veigamikið framlag til þekk- ingar á náttúru landsins. Hann hefur sér- staklega kannað mýrasamfélag og há- lendisgróður, cn einnig gróður skógar- botna og ýmis önnur gróðurlendi, skipað gróðursamfélögum landsins í kerfi og lýst eðli þeirra og uppbyggingu í ritinu Gróð- ur á íslandi, sem er grundvallarrit í þeim fræðum hér á landi. Þessar rannsóknir 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.