Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 36
iiöt er eggjagrjótsbreiða á jökulrák- uðum klöppum og líklega heiur vatns- hlaup aldrei farið yiir hana. Öll þessi setlög liggja á Stóravítis- hrauni og virðast flest, að undan- teknum urðarhólunum og melnum, hafa orðið til í vatnagangi. Efni set- laganna er yfirleitt velkt og áberandi stórgert, sennilega vegna mikillar skolunar. Önnur yngri setlög eru í nánd Ásbyrgis og verður getið síðar. Kvíafarvegur hefur grafist í klöpp í miklum vatnagangi, að nokkru leyti áður en Hljóðaklettahraun rann í suðurenda hans fyrir rúml. 8000 ár- um. Ekki er ósennilegt að austlægt jökulbarð hafi stíflað Landsgljúfra- farveginn um skeið. Urðaröldur vest- an hans, bæði hjá Hljóðaklettum og Áshöfða, benda í þá áttina. Skarðið milli Lambafells og Langavatnshöfða (ofan Hljóðakletta) hefur verið eðli- leg flóðgátt jökulvatna af stóru svæði suður af. Vatnagangurinn hefur staf- að af leysingu og tæmingu jökullóna og ldaup harla sennileg. Menjar eru t. d. um alldjúp, innilokuð jaðarlón á Svínadal, sem tæmst hafa norður Kvíafarveg, ef jökulþröskuldur eða urðaralda brast. Lónsset er í Forvöð- um og ýmsar aðkreppiar lónamynd- anir á Norðurfjöllum, suðvestan Sel- foss. Grjótdreifin i Ásheiði veslur Stórgrýtis og malardreif þunn er á stóru svæði í vesturhluta Ásheiðar, upp af Tóvegg og Undirvegg (sjá kort), að mestu bundin við sigdalinn, sem sunnar kallast Gjástykki. Austur- mörk hennar virðast í hásuður frá Tó- vegg, en þó gæti hún náð alveg austur í flóðdalinn. Þykkur móakargi hylur þann jaðar. Vesturmörkin eru um sig- stallinn hjá Undirvegg, en þar hylst urðin af bunka yngri hrauna, sem ná vestur og norður um heiðarnar. Mörk- in til suðurs virðast hjá Mófelli, og nokkuð áberandi er dreifin á hraun- liólum allt að 16 krn til suðurs frá Undirvegg og þar nær hún vestur og suður fyrir Kerlingarhól, austasta gosstað ungu hraunanna. Dreifin ligg- ur á lítt máðu reipahrauni úr Stóra- víti, að séð verður fyrir móakarga, undir öskulögunum H3 og H4, en dreifðar rákaflúðir finnast þar h'ka (sjá síðar). Mest er hún áberandi í flögum uppi á hraunhólum, og eru þar grettistök, hnullungar og gróf möl, allt meira eða minna ávalað (1. mynd). Grjótdreifin hefur verið sett í sam- band við flóð í Jökulsá (Kristján Sæ- mundsson, 1973), en það er lítt hugs- anlegt. Milli sigdalsins og flóðdalsins er varp, 20—80 m hátt, hækkandi suð- ur og hvergi skarð í það, jj. e. há- hryggur Áslieiðar. Ekki eru merki um stórvægilegt landsig austan varpsins síðustu árþúsundin, en auðsæ merki um nokkurt sig vestan jress. Eitthvert ris háhryggsins er auðvitað hugsan- legt. Uppruni grjótdreifarinnar er nokk- uð á huldu. Sú skýring er hugsanleg, að grjótdreifin hafi borist í stórfelld- um vatnahlaupum sunnan af Reykja- heiði (þó ekki úr Jökulsárdal), en margt mælir gegn jn’í. Má jrar nefna grettistök uppi á hraunhólum og engan vott hlaupfarvega í heiðinni. Sennilegri er sú skýring, að dreilin sé jiunnur jökulruðningur og kemur ]>að allvel heim við rákakerfi, sem finnst í heiðinni. 162

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.