Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 16
Arnþór Garðarsson:
Fitjasef ( Juncus gerardii Loisel.)
fundið á íslandi
Mánudaginn 21. september 1976
var ég við athuganir í Leiruvogi í
Mosfellssveit ásamt Árna Einarssyni
líffræðingi. 1 neðanverðum óshólm-
um Köldukvíslar, skammt þar neðan
við sem Varmá sameinast ósakvíslum
Köldukvíslar, rákumst við á stórar
breiður af ókennilegu sefi. Við nánari
athugun reyndist hér vera um að
ræða juncus gerardii Loisel. Hef ég
valið tegundinni íslenska lieitið fitja-
sef með hliðsjón af kjörlendi hennar
sem er sjávarfitjar.
Ýmsir fyrri tíma höfundar hafa tal-
ið fitjasef til íslenskra jurta. Tegund-
in er skráð i flórulistum Miillers
(1770) og Lindsays (1861). Babington
(1871) getur þriggja fundarstaða:
„Molar, Laugarnes, Geysirs" sam-
kvæmt handriti Daniels Solanders frá
1772, en getur þess jafnframt að eng-
in eintök þessarar tegundar frá Sol-
ander séu til í British Museum.
Gröntved (1942) taldi rétt að telja
Juncus gerardii ekki til íslensku flór-
unnar þar sem engin eintök fyrir-
fundust. Aðrir flóruhöfundar á þess-
ari öld geta tegundarinnar ekki.
Lýsing fullvaxinna íslenskra ein-
taka (sbr. 1. mynd) fer hér á eftir.
Plönturnar mynda yfirleitt þéttar
breiður. Hæðin er að meðaltali um
40 (30—50) cm. Plantan vex upp af
láréttum, dökkum jarðstöngli. Elsti
ofanjarðarsprotinn er strá, þá blað-
sproti, og loks sproti með ljósum blað-
brumum. Neðstu blaðlilífar eru Ijós-
brúnar. Stráið (breidd um 1 mm) er
stinnt, flatt neðan til, en nær sívalt
efst. Stráblöðin (lengd um 10—15 cm)
eru yfirleitt 3, þráðmjó og U-laga í
þverskurði. Slíðrin opin, nokkru
breiðari en stráin. Efsta stráblaðið
greinist frá stráinu um 10—15 cm
fyrir neðan blómskipunina og endi
þess nær oftast ekki að blómskipun-
inni. Stoðblaðið er þráðmjótt, um 5
cm langt og styttra en blómskipunin.
Blómskipunin er kvíslskúfur, yfirleitt
um 7 (4—10) cm að lengd, með um 30
(20—50) blómum. Blómhlífblöðin um
2.5 mm löng, snubbótt, dökkbrún
með ljósum himnufaldi. Stíllinn þrí-
skiptur, dökkrauður, lengri en fræ-
legið. Fræflarnir ljósgulir, frjóhnapp-
arnir um þrisvar sinnum Jengri en
þræðirnir. Öll eintökin voru með
blómum 21.—23. september 1976 og
Náttúrufræðingurinn, 47 (3—4), 1977
142