Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 24
1953), en næsta lítil gögn hafa leg- ið fyrir um þetta atriði. Það er þó vitað, að teistur af íslenskum upp- runa eru víða með ströndum íslands á veturna. Er sú vitneskja fyrst og fremst byggð á fuglum, sem safnað hefur verið á ýmsurn stöðum um- hverfis land, en eins og fyrr segir má greina fullorðnar íslenskar teistur með athugun á vængreitnum. f safni Náttúrufræðistofnunar og höfundar eru 28 fullorðnar teistur, sem safnað hefur verið utan varptíma. Reyndust allar vera af íslenskum uppruna. Teistur á fyrsta vetri (fuglar með doppótta vængreiti) reyndist yfirleitt erfitt að greina til deilitegunda með vissu, en sumar virtust vera islandicus. Auk þessara ómerktu teista, þá liafa nokkrir fuglar, merktir á íslandi sem ungar eða fullorðnir fuglar, endur- heimst við ísland utan varptíma. í safni Náttúrufræðistofnunar er einnig ein teista á fyrsta vetri, sem örugglega er af erlendum uppruna. Þessi fugl fellur vel að lýsingu Salo- monsens (1944) á deilitegundinni Cepphus grylle mandtii. Sú deiliteg- und hefur miklu norðlægari út- breiðslu en islandicus og verpur á norðausturströnd Grænlands, Jan Mayen, Spitsbergen, heimskautaeyj- um Sovétríkjanna og með nyrstu ströndum Síberíu og Alaska (Storer 1952). Deilitegundin mandtii er að því leyti frábrugðin íslenskum teist- um, að hi'in er öll miklu Ijósari, eink- um að ofanverðu, auk þess sem væng- flugfjaðrir og vængjrökur eru miklu Ijósari. Nefið er einnig þynnra og mjóslegnara en á öðrum teistum. Á 1. mynd má bera saman eintak af ís- lensku deilitegundinni og eintakið af deilitegundinni mandtii, sem getið er hér að ofan. Upplýsingar með síðar- töldu teistunni eru sem hér segir: Skotin á sjó á Norðfirði, S.-Múla- sýslu, í lok október 1961. Safnandi: Ármann Herbertsson. Á 1. vetri og reyndist við krufningu vera karlfugl. Þessi teista mun vera sú fyrsta og eina af erlendum uppruna, sem vitað er að hafi fundist við strendur ís- lands. Urn flakk íslenskra teista utan varp- tírna er harla litið vitað, enda hefur nær ekkert verið merkt af þessari teg- und á Islandi fyrr en á síðustu árum. Síðan 1973 hafa teistur verið merktar í nokkrum mæli í og við Flatey á Breiðafirði, einkum sumrin 1975— 1977, samtíma alhliða rannsóknum á lífsháttum tegundarinnar. Frá 1973 hafa alls 1696 teistur verið nrerktar í og við Flatey, ]rar af 1444 ungar og 252 fullorðnar. Þegar hafa tvær af þessum teistum komið fram við Suð- vestur-Grænland. Nýjasta yfirli tsrit um grænlenska fugla (Salomonsen 1967) getur 3 deilitegunda teista, sem náðst hafa við Grænland, en sú ís- lenska er ekki þar á meðal. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem deilitegundin islandicus finnst við Grænland, eða utan íslandsála yfirleitt (sjá t. d. Bannermann 1963). Hefur hingað til verið talið mjög ólíklegt, að íslenskar teistur fyndust utan fslands. Upplýs- ingar um merkingu og endurheimtu þessara tveggja fugla eru eftirfarandi: Reykjavík 517213. Merkt ungi. 12. 7. 1975. Flatey, Flateyjarhr., A.-Barð. 65°22r N; 22°55' V. 150 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.