Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 16
Arnþór Garðarsson: Fitjasef ( Juncus gerardii Loisel.) fundið á íslandi Mánudaginn 21. september 1976 var ég við athuganir í Leiruvogi í Mosfellssveit ásamt Árna Einarssyni líffræðingi. 1 neðanverðum óshólm- um Köldukvíslar, skammt þar neðan við sem Varmá sameinast ósakvíslum Köldukvíslar, rákumst við á stórar breiður af ókennilegu sefi. Við nánari athugun reyndist hér vera um að ræða juncus gerardii Loisel. Hef ég valið tegundinni íslenska lieitið fitja- sef með hliðsjón af kjörlendi hennar sem er sjávarfitjar. Ýmsir fyrri tíma höfundar hafa tal- ið fitjasef til íslenskra jurta. Tegund- in er skráð i flórulistum Miillers (1770) og Lindsays (1861). Babington (1871) getur þriggja fundarstaða: „Molar, Laugarnes, Geysirs" sam- kvæmt handriti Daniels Solanders frá 1772, en getur þess jafnframt að eng- in eintök þessarar tegundar frá Sol- ander séu til í British Museum. Gröntved (1942) taldi rétt að telja Juncus gerardii ekki til íslensku flór- unnar þar sem engin eintök fyrir- fundust. Aðrir flóruhöfundar á þess- ari öld geta tegundarinnar ekki. Lýsing fullvaxinna íslenskra ein- taka (sbr. 1. mynd) fer hér á eftir. Plönturnar mynda yfirleitt þéttar breiður. Hæðin er að meðaltali um 40 (30—50) cm. Plantan vex upp af láréttum, dökkum jarðstöngli. Elsti ofanjarðarsprotinn er strá, þá blað- sproti, og loks sproti með ljósum blað- brumum. Neðstu blaðlilífar eru Ijós- brúnar. Stráið (breidd um 1 mm) er stinnt, flatt neðan til, en nær sívalt efst. Stráblöðin (lengd um 10—15 cm) eru yfirleitt 3, þráðmjó og U-laga í þverskurði. Slíðrin opin, nokkru breiðari en stráin. Efsta stráblaðið greinist frá stráinu um 10—15 cm fyrir neðan blómskipunina og endi þess nær oftast ekki að blómskipun- inni. Stoðblaðið er þráðmjótt, um 5 cm langt og styttra en blómskipunin. Blómskipunin er kvíslskúfur, yfirleitt um 7 (4—10) cm að lengd, með um 30 (20—50) blómum. Blómhlífblöðin um 2.5 mm löng, snubbótt, dökkbrún með ljósum himnufaldi. Stíllinn þrí- skiptur, dökkrauður, lengri en fræ- legið. Fræflarnir ljósgulir, frjóhnapp- arnir um þrisvar sinnum Jengri en þræðirnir. Öll eintökin voru með blómum 21.—23. september 1976 og Náttúrufræðingurinn, 47 (3—4), 1977 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.