Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 7
tegundir en engin þeirra hefur sést hér
enn sem komið er. Háfsvölungur
('Chaetura pelagica) hefur þó sést í
Evrópu.
Múrsvölungur (Apus apus)
Múrsvölungur (2. mynd) verpur um
gjörvalla Evrópu, nema í norðan-
verðri Skandinavíu, og austur um
miðbik Asíu allt að Kyrrahafsströnd-
um. Honum er skipt í 2 undirtegund-
ir, apus sem er á vestanverðu út-
breiðslusvæðinu (nær u.þ.b. að Baik-
alvatni) og pekinensis þar fyrir austan.
Múrsvölungur er algjör farfugl, sem
dvelst að langmestu leyti sunnan mið-
baugs í Afríku (báðar undirtegundir)
á veturna. I Evrópu hefst farflug á
haustin kringum mánaðamót júlí/
ágúst, og í september eru nær allir
múrsvölungar horfnir frá varpstöðv-
2. mynd. Múrsvölungur er árviss flækings-
fugl á íslandi. Hann er mikill fluggarpur
sem sest vart nema við hreiður. Swift (Ap-
us apusj. (Ljósm. photo H. Reinhard/
OKAPIA).
unum. Flestir koma aftur til Evrópu í
apríl, en farflug á vorin stendur yfir
allt fram í byrjun júní. Það er ekki
óalgengt að múrsvölungar flýi óhag-
stæð veður, bæði á veturna og sumrin.
Þeir yfirgefa jafnvel börn og bú þegar
þannig stendur á og geta farið víðs
fjarri í stórum hópum. Ungarnir hafa
hægt um sig á meðan og hægja á lík-
amsstarfseminni þar til foreldrarnir
koma aftur. Múrsvölungur er algeng-
ur flækingsfugl í Færeyjum (Bloch og
Sprensen 1984) en hefur ekki sést á
Grænlandi. Hann er með algengari
flækingsfuglum á Islandi, en eftirfar-
andi tilvik hafa verið skráð:
1. Engey, Kjós, maílok 1842. Náð. Jónas
Hallgrímsson (1935).
2. Skipaskagi, Borg, um 1878. Náð. Árið 1894
var hamur af múrsvölungi í safni Lærða-
skólans sem Bjarni Sæmundsson (1936)
segir vera frá tíð Benedikts Gröndals (fyrir
1881). Bjarna minnti að Benedikt hafi sagt
fuglinn vera frá Skipaskaga.
3. Grímsey, Eyf, 28. júní - 2. júlí 1903. Náð.
Hantzsch (1905).
4. Grímsey, Eyf, seinni hluti júlí 1903.
Hantzsch (1905).
5. Vestmannaeyjar, 10. júlí 1926 (ZM).
6. Akureyri, Eyf, 14. júlí 1933. Fundinn dauð-
ur um borð í sænsku skipi. Kristján Geir-
mundsson (skýrsla til Magnúsar Björnsson-
ar, dags. 21.1.1934), Bjarni Sæmundsson
(1936).
7. Grímsey, Eyf, 23. júlí 1933. Lack og
Roberts (1934). Bjarni Sæmundsson (1936)
segir fuglinn séðan 27. júlí, sem er rangt.
8. Grímsstaðir við Mývatn, S-Þing, 5. maí
1936. Bjarni Sæntundsson (1937).
9. Njarðvík, Gull, 5. maí 1936. Náð, merktur
(8/756) og slcppt í Rcykjavík 9. maí. Bjarni
Sæmundsson (1937) tiltekur 7. maí sem
fundardag.
10. Reykjavík (Hafnarstræti), 9. maí 1936.
Náð, merktur (9/132) og sleppt á s.st.
Bjarni Sæmundsson (1937) tiltekur 8. maí
sem fundardag.
11. Reykjavík (Landakot), 23. júlí 1943. Náð,
merktur og sleppt á s.st. Finnur Guð-
mundsson (1944).
12. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 14. júní 1947.
Hálfdán Björnsson.
85