Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 10
88. Um 30 sjóm A af Langanesi, 15. júlí 1980 (imm RM7116). Settist á bát. Gunnlaugur Pétursson og Kristinn H. Skarphéðinsson (1982). Hamir með ónógum upplýsingum: 1. Akureyri?, Eyf, sennilega um 1950 (einka- safn). Skv. Jóni Sigurjónssyni. 2. Heimaey, Vestm, fyrir 1970 (einkasafn). Skv. Inga Sigurjónssyni. E.t.v. er þetta einn þeirra fugla sem safnað var á árunum 1963-66 og getið er hér að ofan. Á árunum 1981-1989 sáust alls 53 múrsvöl- ungar (sbr. Gunnlaug Pétursson og Kristin H. Skarphéðinsson 1983. Gunnlaug Pétursson og Erling Ólafsson 1984, 1985, 1986, 1988, 1989a og 1989b, Gunnlaug Pétursson o.fl. 1991, 1992). Segja má að múrsvölungur sé árviss flækingsfugl hér á landi. Að jafnaði hafa sést hér nokkrir fuglar á ári hverju eftir að reglubundin skráning á flækingsfuglum hófst (sbr. 3. mynd). Árið 1980 var sérstætt en þá sáust alls a.m.k. 56 múrsvölungar, þar af a.m.k. 30 saman við Jökulsá á Breiðamerk- ursandi (sjá tilvik nr. 81). Þar sem múrsvölungar hverfa alfarið frá Evr- ópu yfir vetrartímann er þeirra ein- ungis að vænta hér frá vori og fram undir haust. Þeir hafa sést hér á tíma- bilinu 19. apríl til 24. september (4. mynd). Vorfuglarnir falla ágætlega að fartíma tegundarinnar, en múrsvöl- ungar fram eftir september eru frekar óvæntir þar sem haustfarflug fer eink- um fram í ágúst. Múrsvölungar eru al- gengastir hér í júní og allmargir sjást í júlí. Eins og áður getur flýja múrsvöl- ungar gjarnan óhagstæð veður, bæði geldfuglar og varpfuglar. Ekki er ólík- legt að þeir fuglar sem sjást hér að sumarlagi séu í einhverjum tilfellum hingað komnir af þeim sökum. Hópurinn sem sást á Breiðamerk- ursandi 17. júní 1980 er athyglisverð- ur. Síðdegis 15. júní var lægðarmiðja suðaustur af landinu og önnur suð- vestur af írlandi. Þá lágu skil um SV- England og írland. Þau færðust út yfir Norðursjó og lágu sólarhring síðar allt frá V-Evrópu til íslands. Þeim fylgdi suðaustanátt og alskýjað var og úr- koma á Bretlandseyjum og í allri V- Evrópu. Þessi veðurskilyrði hafa án efa valdið flakki múrsvölunganna. Alpasvölungur (Apus melba) Alpasvölungur (5. mynd) verpur í S-Evrópu, N-Afríku og á svipuðum breiddargráðum austur í miðja Asíu. Auk þess verpur hann á Indlands- skaga og slitrótt suður um austan- verða Afríku, allt til S-Afríku. Teg- undinni er skipt í 10 undirtegundir en aðeins ein þeirra, melba, verpur í Evr- ópu. Þar er alpasvölungur algjör far- fugl sem dvelst einkum í hitabelti Afr- íku á veturna. Þó er frekar lítið vitað um vetrarstöðvarnar þar sem alpa- svölungar verpa einnig í sunnanverðri Afríku. Haustfarflug í Evrópu hefst um sex vikum síðar hjá alpasvölungi en hjá múrsvölungi, enda verpur hann þar mun sunnar. Það á sér einkum stað í september og fram í miðjan október. Þó er eitthvað um það að ungfuglar fari af stað í ágúst. Alpa- 4. mynd. Myndin sýnir í hvaða vikum árs múrsvöl- ungar hafa sést á Islandi til ársloka 1989. The occur- rence of Swifts recorded in Iceland till the end of 1989. 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.