Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 14
AÐ GEFNU TILEFNI A ferð Náttúruverndarráðs um Fljótsdalshérað haustið 1991 var athygli þess vakin á berggangi einum fögrum í svonefndum Kirkjuhamri í landi Vallholts í Fljótsdal. Það sem ráðsmönnum var ætlað að skoða var ekki eingöngu jarð- myndunin sem slík heldur ummerki eftir jarðfræðinga sem höfðu verið við sýnatöku. Svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd hefur verið tekinn fjöldi bor- kjarna úr berginu og það gert án umhugsunar um það hvernig berggangurinn og umhverfi hans liti út á eftir. Auðvelt virðist vera að taka sýni úr berginu á minna áberandi stað ofar í hlíðinni og einnig má velta fyrir sér þörfinni á þeim fjölda sýna sem tekinn var. Hér var á ferðinni erlendur vísindaleiðangur sem hafði öll tilskilin leyfi til rannsókna. Rætt hefur verið við viðkomandi aðila og hafa þeir viðurkennt að illa hafi verið að verki staðið. Það er deginum ljósara að við ýmsar athuganir á náttúrunni er óhjákvæmilegt að taka sýni til rannsókna. Það eru því vinsamleg tilmæli til allra þeirra sem slíkar rannsóknir stunda að þeir geri það á sem snyrtilegastan hátt og velji sýna- tökustaði og aðferðir með tilliti til þess að sem minnst beri á ummerkjum. Ljósm. Þóroddur F. Þóroddsson. Þóroddur F. Þóroddsson Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 92, 1992. 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.