Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 19
túnvingull (Festuca richardssonii), skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og axhæra (Luzula spicata). Aðrar áber- andi tegundir voru krækilyng (Emp- etrum nigrUrri), geldingahnappur (Arm- eria maritima) og melablóm (Card- aminopsis petraea). Einnig voru á melnum allmargar stakar víðiplöntur, einkum af grávíði (Salix callicarpaea) og grasvíði (Salix herbacea). Birki var hvergi að finna á melnum eða í ná- grenni hans og nær fullvíst er að allar þær birkiplöntur sem fundust eftir að tilraunin hófst hafi komið upp af því fræi sem sáð var. Svæðið hefur að mestu verið friðað fyrir beit frá því um 1950 og alfriðað frá 1980 (Sveinn Runólfsson, munnlegar upplýsingar). Tilraunin var skipulögð sem blokkatilraun með þremur endurtekn- ingum. í hverri blokk voru 4 mismun- andi meðferðir, sem voru: a) haust- sáning, b) haustsáning og áborið á næsta vori, c) vorsáning, d) vorsáning, húðað fræ. Reitastærð var 1,2 x 10,0 m og var bil milli reita 1,2 m. Notað var hreinsað fræ sem safnað hafði verið á Kvískerjum í Öræfum dagana 15. - 25. október 1987. Sáð var í reitina 11. október 1988 (haustsáning) og 24. maí 1989 (vorsáning). Af óhúðuðu fræi var sáðmagn 0,5 g/m2 (—1027 fræ/m2) en af húðuðu fræi 2,5 g/m2 (=1115 fræ/ m2). Til að auðvelda sáningu var fræinu blandað saman við dautt hundasúrufræ og því síðan handsáð yfir reitina. Áburði var handdreift 24. maí 1989 og var áburðargjöf 50 kg/ha af N, P, og K miðað við hrein efni. Til þess að fylgjast með spírun, af- föllum og vexti birkiplantna voru lagðir út tveir smáreitir (0,5 x 0,5 m) í hvern reit og voru tilviljanatölur látn- ar ráða staðsetningu þeirra. Smáreitir voru aldrei staðsettir nær reitabrún en 10 cm til þess að minnka jaðaráhrif. I smáreitum var spírun athuguð reglu- lega og stærð plantna síðan ákvörðuð að hausti (30. ágúst 1990) með því að mæla mesta þvermál blaðkrónu. Eftir að vísbendingar komu fram um að samband væri á milli stærðar birkiplantna og fjarlægðar frá víði voru gerðar viðbótarmælingar í reit- unum og fóru þær fram í byrjun sept- ember 1990. I fyrsta lagi var nauðsyn- legt að staðsetja þær víðiplöntur sem fundust í og við reitina svo hægt væri að fá upplýsingar um fjarlægð ein- stakra birkiplantna frá næsta víði. All- ar víðiplöntur í reitunum og innan 130 cm frá jaðri þeirra voru greindar til tegundar og stærð þeirra mæld. Mesta þvermál víðisins (blaðkróna) var mælt og síðan breidd hornrétt þar á. Hæð hverrar plöntu var ákvörðuð með því að mæla hæð hæstu sprota frá jarð- vegsyfirborði. Staðsetning víðiplantna var miðuð við rótfestu væru þær ein- stofna, en væru plöntur margstofna eða yxu í breiðum, eins og t.d. gras- víðir (Salix herbacea), var staðsetning miðuð við miðju ofanjarðarhluta plöntunnar. I öðru lagi var bætt við smáreitum svo hægt væri að fá fyllri upplýsingar um stærðardreifingu birkis nálægt víðiplöntum, en fáir smáreitanna úr upphaflegu tilrauninni voru nálægt víði. 1 hverjum reit voru því tvær víði- plöntur valdar af handahófi, væru þær fyrir hendi, og nýir (50 x 50 cm) smá- reitir lagðir út við þær. Víðiplantan var höfð í einu horni smáreitsins, en tilviljun að öðru leyti látin ráða stað- setningu hans, þannig að allur smá- reiturinn væri innan reitsins. f sumum reitum fannst þó engin víðiplanta en í öðrum var um eina eða tvær plöntur að ræða og voru þær þá sjálfvaldar. Smáreitir voru ekki lagðir út við víði- plöntur sem voru minni en 4 cm að þvermáli. í þessum smáreitum voru allar lifandi birkiplöntur síðan aldurs- 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.