Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 24
6. mynd. Birkiplöntur við grasvíði í ábornum reit á Vakhól í júní 1991. Stærstu birki- plöntur (þvermál blaðkrónu 15 mm) eru merktar með hvítum hringjum. Grasvíðir er á miðri mynd afmarkaður með gulri línu. Hattar lakksveppa (Laccaria lacccitá) eru merkt- ir með gulum hringjum. Lengd stiku á miðri mynd er 12 cm. Birch seedlings (Betula pu- bescens) near a willow plant (Salix herbacea) in afertilized plot at the experimental site in June 1991. The biggest seedlings (maximum crown diameter 3= 15 mm) are marked with white rings. The willow is enclosed by a yellow line. The fruitbodies of Laccaria laccata are marked with yellow rings. Scale length is 12 cm. Ljósm. photo Sigurður H. Magn- ússon. birkiplantna og fjarlægðar þeirra frá víði á melnum í Vakalág. Birkið sem var á um 70 cm breiðu svæði næst víðiplöntum reyndist vera mun stærra en það sem var lengra frá og voru vaxtaráhrif komin fram strax á fyrsta hausti eftir spírun. Astæður þessa munar geta verið margar, t.d. má gera ráð fyrir að skjól sé heldur meira næst víðiplöntum en víðast annars staðar á melnum, en sýnt hefur verið fram á að lág skjól geta haft jákvæð áhrif á vöxt (Carls- son 1990). Flestar víðiplönturnar voru jarðlægar og engin þeirra náði meira en 11 cm hæð. Olíklegt er að skjól sé meginorsök meiri vaxtar birkisins við víðiplöntur. Við grasvíði, sem er skriðull og mjög lágvaxinn (1-2 cm), voru „stórar” birkiplöntur (6. mynd) líkt og við hávaxnari víðitegundir, svo sem grávíði. Einnig er ljóst að einung- is hluti birkiplantnanna varð fyrir vaxtaráhrifum í nágrenni víðisins, sem mælir gegn því að eingöngu sé um skjóláhrif að ræða. Önnur hugsanleg ástæða meiri vaxt- ar birkiplantna við víði er að þar séu betri næringar- og rakaskilyrði. Lík- legt er að ekki ráði tilviljun ein hvar víðiplöntur finnast á melnum. Gera má ráð fyrir að þær séu einkum þar sem spírunar- og vaxtarskilyrði hafa verið hentug á fyrstu stigum lífsferils þeirra. Einnig er sennilegt að víðir og aðrar tegundir sem mynda gróðureyj- 102

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.