Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 27
8. mynd. Kragi af ungu birki umhverfis loðvíði (Salix lanata) við Gunnlaugsskóg á Rangárvöllum. Young birch (Betula pu- bescens) plants in a circle around a willow (Salix lanata) at Gunn- arsholt. Ljósm. photo Borgþór Magnússon. um svepprót frá einni plöntu til ann- arrar svo óyggjandi sé. Margt bendir þó til að ýmis efni, svo sem kolefni, fosfór og köfnunarefni geti flust með þessum hætti en lítið er enn vitað hvort flutningurinn hefur afgerandi áhrif á Iíf þeirra plantna sem tengdar eru. Líklegt er að tengingar af þessu tagi ráði miklu um samspil plantna vegna þess að þau hafa áhrif á sam- keppni og á hringrás næringarefna (Newman 1988). Fram hefur komið að ýmsar víðiteg- undir koma tiltölulega fljótt inn í gróðurframvindu og sama er að segja um birki. Erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á fyrsta stigs gróður- framvindu á norðurslóðum hafa t.d. sýnt að víðitegundir nema oft land skömmu eftir að gróðurframvinda hefst (Crocker og Major 1955, Vie- reck 1966) og dæmi eru um að víðir sé með fyrstu landnámstegundum (Walker o.fl. 1986). Fremur lítið er vitað um þátt víðitegunda í gróður- framvindu hér á landi, enda hafa fáar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði enn sem komið er. Rannsóknir á landnámi plantna á jökulaurum í Skaftafelli (Persson 1964) hafa sýnt svipaða gróðurþróun og fram hefur komið víða erlendis við líkar aðstæð- ur. I Skaftafelli voru loðvíðir, grasvíð- ir og gulvíðir farnir að nema land 4-30 árum eftir að land kom undan jökli. Landnám birkis hófst á svipuðum tíma eða um 12-30 árum eftir að aur- arnir urðu jökullausir. Nýlega hafa verið birtar niðurstöður rannsókna á gróðri og gróðurþróun á misgömlum Hekluhraunum (Ágúst H. Bjarnason 1991). Sýna þær m.a. að ýmsir smá- runnar, svo sem krækilyng og grasvíð- ir, nema land fyrr en birki. Þess má geta að hér á landi má víða sjá landnám víðis þar sem áburði og grasfræi hefur verið dreift á örfoka land. Einkum er þetta áberandi þar sem áburðargjöf hefur verið hætt og dregið hefur úr vexti grasa. Á þessum svæðum má einnig finna staði, t.d. eins og á Ássandi í Kelduhverfi, þar sem birki hefur numið land ásamt víði í gömlum áburðarrákum (Ása L. Ara- dóttir 1991). Vegna minnkandi beitar má nú víða finna dæmi um landnám birkis í nágrenni skógarleifa eða þar sem birki hefur verið komið til með gróðursetningu eða sáningu. Gunn- laugsskógur á Rangárvöllum, sem er í Iandi Gunnarsholts, er dæmi um skóg sem komið var til með sáningu fyrir 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.