Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 31
Ritstjóraskifti
Ritstjóraskifti hafa orðið á Náttúru-
fræðingnum, tímariti Hins íslenska
náttúrufræðifélags. Páll Imsland, jarð-
fræðingur, hefur látið af ritstjórn, eftir
að hafa sinnt henni í þrjú ár. Páll hef-
ur tekið við stöðu sérfræðings um
náttúruhamfarir á Raunvísindastofn-
un Háskóla íslands. Hér er um að
ræða nýja stöðu og því tímafreka um-
fram venjulegan starfa, því að móta
þarf vinnuhætti frá grunni og raða við-
fangsefnum til viðureignar. Páll sá sér
því ekki fært að sinna ritstjórninni
lengur, umfram það að skila sínu um-
samda verki til hlítar. Stjórn Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags vill þakka
Páli Imsland fyrir vel unnin störf og
ánægjulegt samstarf. Um leið óskar
stjórnin honum allra heilla í hinu nýja
starfi.
Við ritstjórninni hefur tekið Sig-
mundur Einarsson, jarðfræðingur.
Hann fæddist 1950 en lauk BS-prófi í
jarðfræði frá Háskóla Islands árið
1974. Að loknu prófi vann Sigmundur
lengi við margháttaðar jarðfræðirann-
sóknir, fyrst hjá Gosefnanefnd iðnað-
arráðuneytisins (1974-1976) en síðan
lengi hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar
(1976-1988). Eftir það vann Sigmund-
ur um hríð (1988-1991) hjá bókafor-
laginu Örn og Örlygur við gerð Is-
lensku alfræðiorðabókarinnar, en síð-
astliðinn vetur var hann kennari við
Menntaskólann í Reykjavík. Sig-
mundur hefur þannig mikla reynslu,
bæði af störfum við náttúrufræði og
við útgáfu, auk þess sem hann hefur
iðulega verið leiðsögumaður í ferðum
HIN. Stjórn Hins íslenska náttúru-
fræðifélags vill bjóða Sigmund Einars-
son velkominn til starfa sem ritstjóra
Náttúrufræðingsins.
Ritstjórn Náttúrufræðingsins er er-
ilsamt starf, illa launað á veraldlega
vísu og stundum ekki svo þakkað sem
skyldi. Ritstjórarnir hafa ærið oft orð-
ið að ástunda þolinmæði, þrautseigju,
hugarró og fórnfýsi í starfa sínum. í
þess stað hafa þeir uppskorið ánægj-
una af vel unnu og þörfu verki. Mesta
þraut ritstjóranna er jafnan að afla
nægilega mikils, fjölbreytts og áhuga-
verðs efnis í ritið. Því eru félagsmenn
og aðrir lesendur minntir á að vera
ófeimnir við að koma til ritstjóra efni,
sem þeir telja áhugavert fyrir lesendur
Náttúrufræðingsins, eða ábendingum
um efni.
Hver ritsjóri setur mark sitt á Nátt-
úrufræðinginn. Það er eðlilegt og
raunar nauðsynlegt, því að stöðug
þróun er í fræðunum og skiftum þjóð-
arinnar við náttúru landsins. Við því
þarf að bregðast, svo að tímaritið
haldi vöku sinni og boðið sé upp á
viðeigandi fjölbreytni í efnisvali og
framsetningu í takt við nýja tíma. Síð-
ustu árin hefur orðið mjög ör og mikil
þróun í náttúrufræðunum og í sam-
skiftum þjóðar og náttúru. Náttúru-
fræðingum hefur fjölgað gífurlega, en
um leið hefur sérhæfing þeirra aukist
til stórra muna. Samtímis hel'ur orðið
Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 109-110, 1992.
109