Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 31
Ritstjóraskifti Ritstjóraskifti hafa orðið á Náttúru- fræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags. Páll Imsland, jarð- fræðingur, hefur látið af ritstjórn, eftir að hafa sinnt henni í þrjú ár. Páll hef- ur tekið við stöðu sérfræðings um náttúruhamfarir á Raunvísindastofn- un Háskóla íslands. Hér er um að ræða nýja stöðu og því tímafreka um- fram venjulegan starfa, því að móta þarf vinnuhætti frá grunni og raða við- fangsefnum til viðureignar. Páll sá sér því ekki fært að sinna ritstjórninni lengur, umfram það að skila sínu um- samda verki til hlítar. Stjórn Hins ís- lenska náttúrufræðifélags vill þakka Páli Imsland fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Um leið óskar stjórnin honum allra heilla í hinu nýja starfi. Við ritstjórninni hefur tekið Sig- mundur Einarsson, jarðfræðingur. Hann fæddist 1950 en lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Islands árið 1974. Að loknu prófi vann Sigmundur lengi við margháttaðar jarðfræðirann- sóknir, fyrst hjá Gosefnanefnd iðnað- arráðuneytisins (1974-1976) en síðan lengi hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar (1976-1988). Eftir það vann Sigmund- ur um hríð (1988-1991) hjá bókafor- laginu Örn og Örlygur við gerð Is- lensku alfræðiorðabókarinnar, en síð- astliðinn vetur var hann kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Sig- mundur hefur þannig mikla reynslu, bæði af störfum við náttúrufræði og við útgáfu, auk þess sem hann hefur iðulega verið leiðsögumaður í ferðum HIN. Stjórn Hins íslenska náttúru- fræðifélags vill bjóða Sigmund Einars- son velkominn til starfa sem ritstjóra Náttúrufræðingsins. Ritstjórn Náttúrufræðingsins er er- ilsamt starf, illa launað á veraldlega vísu og stundum ekki svo þakkað sem skyldi. Ritstjórarnir hafa ærið oft orð- ið að ástunda þolinmæði, þrautseigju, hugarró og fórnfýsi í starfa sínum. í þess stað hafa þeir uppskorið ánægj- una af vel unnu og þörfu verki. Mesta þraut ritstjóranna er jafnan að afla nægilega mikils, fjölbreytts og áhuga- verðs efnis í ritið. Því eru félagsmenn og aðrir lesendur minntir á að vera ófeimnir við að koma til ritstjóra efni, sem þeir telja áhugavert fyrir lesendur Náttúrufræðingsins, eða ábendingum um efni. Hver ritsjóri setur mark sitt á Nátt- úrufræðinginn. Það er eðlilegt og raunar nauðsynlegt, því að stöðug þróun er í fræðunum og skiftum þjóð- arinnar við náttúru landsins. Við því þarf að bregðast, svo að tímaritið haldi vöku sinni og boðið sé upp á viðeigandi fjölbreytni í efnisvali og framsetningu í takt við nýja tíma. Síð- ustu árin hefur orðið mjög ör og mikil þróun í náttúrufræðunum og í sam- skiftum þjóðar og náttúru. Náttúru- fræðingum hefur fjölgað gífurlega, en um leið hefur sérhæfing þeirra aukist til stórra muna. Samtímis hel'ur orðið Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 109-110, 1992. 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.