Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 32
veruleg aukning á útivist fólks og öðr- um beinum samskiftum við náttúru landsins. Auk þess er æ meir og oftar stefnt að traustum og skynsamlegum fræðagrunni að nýtingu náttúruauð- linda og að náttúruvernd. Því virðist nú vera stóraukin þörf á almennum náttúrufræðilegum fróðleik, bæði um náttúru landsins og nýjungar í nátt- úrufræðunum. Framfarirnar í þekk- ingunni kalla einnig æ oftar og þéttar á yfirlit um stöðu einstakra greina. Við þetta hefur þó engan veginn dreg- ið úr þörfinni á þeim vettvangi fyrir vísindalegar nýjungar í náttúrufræðum, sem Náttúrufræðingurinn hefur verið. í samræmi við þetta er það sameig- inlegur og fullur vilji stjórnar Hins ís- lenska náttúrufræðifélags og hins nýja ritstjóra Náttúrufræðingsins að reyna að mæta nýjum viðhorfum og nýjum þörfum, sem nýir tímar kalla á, án þess þó að missa þá rótgrónu fótfestu, sem hefðir og venjur tímaritsins skapa. Með þessu móti er þess vænst, að Náttúrufræðingurinn verði áfram sem hingað til frjór vettvangur lifandi náttúrufræða í landinu. Freysteinn Sigurðsson, formaður Hins íslcnska náttúrufr æðifélags. 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.