Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 35
UNDIRBÚNINGUR
Jarðfræðirannsóknir hófust í Ólafs-
fjarðarmúla sumarið 1981. Jarðlög
voru kortlögð og m.a. boraðar 4
kjarnaholur sumarið 1982. Þessum
rannsóknum lauk með útkomu
skýrslu sumarið 1984. Þar var lagt til
að munni jarðganganna Ólafsfjarðar-
megin yrði við svonefnt Kúhagagil,
sem er vestasta gilið sem eitthvað
kveður að. Munninn Eyjafjarðarmeg-
in yrði við svonefndan Hraunslæk,
sem oft er ruglað saman við örnefnið
Tófugjá sem er gilskora í klettaþilið
frammi í sjávarbökkunum.
Árið 1985 var hreinsað frá báðum
munnasvæðum inn í fast berg, svo
unnt væri að ákvarða staðsetningu
ganganna endanlega. Næstu tvö ár var
síðan lítil hreyfing á málinu, enda
unnið á þeim tíma við endurbætur á
veginum um Óshlíð og fjármagn að-
eins til framkvæmda við eitt Ó-verk-
efni í einu.
Ákvörðun stjórnvalda um fram-
kvæmdir og tímasetningu þeirra var
síðan tekin seint á árinu 1987. Hönn-
un var þá sett á fulla ferð og var lokið
snemma árs 1988. Rannsóknir og
hönnun mannvirkisins var að mestum
hluta í höndum Vegagerðarinnar.
Verkið var boðið út í apríl 1988 á al-
þjóðlegum markaði. Jarðgöngin sjálf
eru 3.140 m löng, en auk þess eru
steyptir forskálar við báða munnana
þannig að gangalengdin er alls um
3.400 m. Göngin eru einbreið, þ.e. í
þeim er aðeins ein akrein, en með 160
m millibili eru útskot þar sem bílar
geta mæst. Tvíbreið göng hefðu orðið
mun dýrari og umferð er ekki það
mikil að þörf sé á slíku mannvirki.
Eyjafjarðarmegin er gangamunninn í
125 m hæð yfir sjávarmáli en Olafs-
fjarðarmegin í 70 m hæð (2. mynd).
JARÐFRÆÐI
Rannsóknarsvœðið
Á leiðinni fyrir Ólafsfjarðarmúla er
fjöldi gilja og skorninga. Ólafsfjarðar-
megin kveður mest að Ófærugjá,
Bríkargili og Kúhagagili en Vogagjá
og Tófugjá Eyjafjarðarmegin (1.
mynd).
113