Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 39
Berggangar og misgengi
Berggangar stefna flestir norður-
suður. Meðalþykkt þeirra sem mældir
voru er um 6 m og mest um 20 m.
Flestir eru þeir margskiptir og smá-
stuðlaðir. Gangarnir reyndust vera
um 4% af öllu bergi við sjávarmál,
mælt beggja vegna í Múlanum. í jarð-
göngunum reyndust þeir hins vegar
vera um 10% og er munurinn aðallega
fólginn í því að þar er víða farið á ská
í gegnum gangana en í jarðfræðikort-
lagningu er þykktin alltaf mæld horn-
rétt á stefnu þeirra. Berg ganganna
reyndist í flestum tilfellum þokkalega
gott til jarðgangagerðar og lítill munur
á því og basalthraunlögunum.
Aldur og ummyndun
Samkvæmt segulmælingum er aldur
jarðlagastaflans á svæðinu um 12 millj-
ón ár. Á þeim tíma sem síðan er lið-
inn hefur bergið ummyndast töluvert
og er líklega mest áberandi hinn rauði
litur setlaganna sem stafar af um-
myndun á járnoxíði. Basaltgler, sem
er meginuppistaða í yfirborðsgjalli
basaltlaganna og gosöskunni, hefur
víða ummyndast í leir. Ólivín, sem er
mjög algengur frumsteinn í basaltlög-
um í Múlanum, er að mestu horfið úr
berginu og í stað þess komið ryðbrúnt
iddingsít, en það er safnheiti um-
myndunarsteinda með breytilega sam-
setningu. Neðri hluti Múlans er í mes-
ólít-skólesít ummyndunarbelti, en efri
hlutinn í analsímbeltinu. í þóleiíti er
algengt að sjá svarta klórófeítskán
innan í blöðrum í berginu auk þess
sem seólítar (stilbít, heulandít, kabas-
ít) hálffylla blöðrurnar. Ólivínbasaltið
er almennt ríkara af holufyllingum og
nær eingöngu seólítum (kabasít, toms-
onít o.fl.).
Ummyndun getur haft töluvert að
segja við jarðgangagerð. Þótt hún
minnki yfirleitt styrk bergsins fer hann
ekki niður að neinum hættumörkum
nema ummyndunin verði svo mikil að
bergið sé orðið morkið og sundur-
laust. Hins vegar er einhver ummynd-
un fremur jákvæð í flestum tilfellum,
þar eð bergið „mýkist“, verður léttara
í borun og þakið formast betur, auk
þess sem útfellingar í sprungum og
öðru holrými geta dregið úr vatns-
leka.
FRAMKVÆMDIR
Framkvæmdir hófust haustið 1988
og gengu áfallalítið til loka. Alls voru
sprengdir yfir 90.000 m3 af föstu bergi
og tók það innan við eitt og hálft ár.
Meðalafköst voru um 43 m á viku
með vinnuhléum, en sé litið á virkan
vinnutíma var meðalgangur um 52 m
á viku. Hámarksafköst á einni viku
voru 92 m.
Eins og við var búist þurfti að
styrkja bergið í göngunum töluvert.
Var það bæði til að tryggja öryggi
starfsmanna meðan á greftri stóð og
öryggi vegfarenda til lengri tíma.
Styrkingarnar fólust aðallega í því að
úða þunnri steypu á loft og veggi, oft
u.þ.b. 5 cm þykku lagi. Steypan var
sums staðar styrkt með íblöndun stál-
trefja. Einnig voru notaðir svonefndir
bergboltar sem oftast voru 3 eða 4 m á
lengd og víðast settir til að festa ein-
stakar blokkir eða stuðla.
Almennt má segja að jarðfræðilegar
aðstæður í göngunum hafi verið svip-
aðar og búist var við og í mjög góðu
samræmi við niðurstöður forrann-
sókna. Hvað varðar berggerðir, lag-
þykktir, sprungur og ganga má segja
að nánast ekkert hafi komið á óvart
við gangagerðina. Samantekt á þeim
berggerðum sem göngin liggja í,
ásamt upplýsingum um fjölda og
þykkt jarðlaga, er sýnd í 1. töflu.
Mest kom á óvart hversu mikið
grunnvatn rann inn í göngin. Megin-
117