Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 43
Helga K. Einarsdóttir
Ný tegund íslensku flórunnar,
skógarsóley
í lok júní 1988 fann Sigurborg
Rögnvaldsdóttir, landvörður í Þjóð-
garðinum í Jökulsárgljúfrum, jurt
nokkra sem hún kannaðist ekki við að
hafa séð áður. Hafði hún samband við
Eyþór Einarsson á Náttúrufræðistofn-
un Islands þegar hann var þar á ferð í
byrjun júlí og skoðuðu þau jurtina
saman. Taldi Eyþór að hér væri um
að ræða Anemone nemorosa, á ís-
lensku skógarsóley (Ingimar Óskars-
son og Henning Anthon 1963). í júní-
lok 1989 fórum við Sigurborg að gá að
plöntunni og var hún þá að byrja að
blómstra. Var þá ljóst að greining Ey-
þórs var rétt. Stutt lýsing á Anemone
nemorosa, sem í Noregi heitir kvitveis
og í Svíþjóð vitsippa, hljóðar svo og er
að nokkru leyti tekin úr bók Ingimars
Óskarssonar og Henning Anthon
(1963), Villiblóm í litum: Jurtin 10-25
cm há með láréttum jarðstöngli sem
ber 1-2 handskipt laufblöð eftir
blómgunina. Blómstöngullinn ein-
blóma. Krónan hvít, með 6-9 krónu-
blöðum, rauðleit á ytra borði. Bikar-
blöð vantar, en í stað þeirra lykja þrjú
handskipt reifablöð um blómið, en
blómstilkurinn lengist síðar og lyftir
blóminu langt upp fyrir reifarnar, sem
sitja þá um það bil á miðjum stöngli
og líkjast laufblöðum. Aldinin eru
hnetur. Blómgast í apríl-maí. Við
þetta má bæta því að skógarsóley er
ein algengasta vorjurtin í skógar-
jöðrum og rjóðrum Skandinavíu og
blómgast þar í apríl-júní, eftir því hve
snemma vorar og hversu lengi snjór
ligpur á hverjum stað.
í Ásbyrgi lá snjór fram um 20. júní
sumarið 1989 á þeim stað þar sem
skógarsóley fannst. Hún vex þar á
1. mynd. Skógarsóley (Anemone nemor-
osa) í Ásbyrgi í lok júní 1988. Ljósm. Ein-
ar Torfi Finnsson.
NáUúrufræðingurinn 61 (2), hls. 121-122, 1992.
121