Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 45
Matthías Kjeld, Jóhann Sigurjónsson og Alfreð Árnason Kynhormón, kynþroski og þungunartíðni langreyða (Balaenoptera physalus), sem veiðst hafa undan ströndum íslands INNGANGUR Viðkoma stórhvela, þessara risa- vöxnu spendýra úthafanna, skiptir höfuðmáli ef menn vilja gera sér grein fyrir hvort og hversu langt megi ganga í nýtingu þeirra. Ástand hvalastofna má meta með könnun á ýmsum líf- fræðilegum þáttum (Lockyer 1990) og stærð stofnanna með talningu hvala í höfunum (Jóhann Sigurjónsson 1988 og 1990). Þungunartíðni má t.d. kanna með því að skrá hversu oft fóstur finnst í legi veiddra kúa, kanna eggjastokka þeirra eða rannsaka vefjabyggingu legslímhúðarinnar í smásjá (Lockyer og Smellie 1985, Lockyer og Jóhann Sigurjónsson 1990 og 1991). Þessar að- ferðir krefjast mikillar vinnu og þegar skorið er á kvið dýranna í hafi til kæl- 'ngar á kjöti, vilja fóstur og innyfli týnast. Ef um nýlegan getnað er að ræða og fóstur mjög smá verða þessar mælingar vandasamari. Hormón eru efni sem berast út í blóðrásina frá vefjum eða kirtlum, þar sem þau eru framleidd og þannig áfram til annarra líffæra, þar sem þau hafa sérstök áhrif á sérhæfðar frumur eða vefi. Mælingar á blóðstyrk horm- óna í hvölunum, sem tengjast æxlun (kynhormóna), ættu að geta komið að gagni við könnun á kynþroska og hlutfallslegri þungunartíðni þeirra. í eistum myndast karlhormónið íestósterón og höfum við mælt styrk þess í blóði tarfanna. Blóðstyrkinn höfum við nú kannað nánar til að sjá hvernig hann breytist með aldri dýr- anna og hvernig hann hækkar yfir veiðitímabilið (Matthías Kjeld og Al- freð Árnason 1990). Gulbú (corpus luteam) er gulleitur hnúður sem myndast í eggjastokkum þegar egglos á sér stað. Gulbúið helst stórt (10 cm) í eggjastokk meðan á þungun stendur, en rýrnar fljótt ef ekki kemur til frjóvgunar eggs og þar með þungunar. Gulbú breytist í hvít- an örvef, svonefnt hvítbú (corpus al- bicans), í eggjastokknum eftir burð. Gulbúsfrumur framleiða hormónið prógesterón. Hjá spendýrum hækkar styrkur prógesteróns (þungunarhorm- ónsins) mjög í blóði kvendýranna við getnað og helst hár fram að burði kálfa og má því nota mælingu á styrknum til greiningar á þungunar- ástandi þeirra. Þegar styrkur prógesteróns í blóði langreyða (Balaenoptera physalus) var fyrst mældur, kom í ljós að veruleg Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 123-132, 1992. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.