Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 45
Matthías Kjeld, Jóhann Sigurjónsson
og Alfreð Árnason
Kynhormón, kynþroski og þungunartíðni
langreyða (Balaenoptera physalus),
sem veiðst hafa undan ströndum íslands
INNGANGUR
Viðkoma stórhvela, þessara risa-
vöxnu spendýra úthafanna, skiptir
höfuðmáli ef menn vilja gera sér grein
fyrir hvort og hversu langt megi ganga
í nýtingu þeirra. Ástand hvalastofna
má meta með könnun á ýmsum líf-
fræðilegum þáttum (Lockyer 1990) og
stærð stofnanna með talningu hvala í
höfunum (Jóhann Sigurjónsson 1988
og 1990).
Þungunartíðni má t.d. kanna með
því að skrá hversu oft fóstur finnst í
legi veiddra kúa, kanna eggjastokka
þeirra eða rannsaka vefjabyggingu
legslímhúðarinnar í smásjá (Lockyer
og Smellie 1985, Lockyer og Jóhann
Sigurjónsson 1990 og 1991). Þessar að-
ferðir krefjast mikillar vinnu og þegar
skorið er á kvið dýranna í hafi til kæl-
'ngar á kjöti, vilja fóstur og innyfli
týnast. Ef um nýlegan getnað er að
ræða og fóstur mjög smá verða þessar
mælingar vandasamari.
Hormón eru efni sem berast út í
blóðrásina frá vefjum eða kirtlum, þar
sem þau eru framleidd og þannig
áfram til annarra líffæra, þar sem þau
hafa sérstök áhrif á sérhæfðar frumur
eða vefi. Mælingar á blóðstyrk horm-
óna í hvölunum, sem tengjast æxlun
(kynhormóna), ættu að geta komið að
gagni við könnun á kynþroska og
hlutfallslegri þungunartíðni þeirra.
í eistum myndast karlhormónið
íestósterón og höfum við mælt styrk
þess í blóði tarfanna. Blóðstyrkinn
höfum við nú kannað nánar til að sjá
hvernig hann breytist með aldri dýr-
anna og hvernig hann hækkar yfir
veiðitímabilið (Matthías Kjeld og Al-
freð Árnason 1990).
Gulbú (corpus luteam) er gulleitur
hnúður sem myndast í eggjastokkum
þegar egglos á sér stað. Gulbúið helst
stórt (10 cm) í eggjastokk meðan á
þungun stendur, en rýrnar fljótt ef
ekki kemur til frjóvgunar eggs og þar
með þungunar. Gulbú breytist í hvít-
an örvef, svonefnt hvítbú (corpus al-
bicans), í eggjastokknum eftir burð.
Gulbúsfrumur framleiða hormónið
prógesterón. Hjá spendýrum hækkar
styrkur prógesteróns (þungunarhorm-
ónsins) mjög í blóði kvendýranna við
getnað og helst hár fram að burði
kálfa og má því nota mælingu á
styrknum til greiningar á þungunar-
ástandi þeirra.
Þegar styrkur prógesteróns í blóði
langreyða (Balaenoptera physalus) var
fyrst mældur, kom í ljós að veruleg
Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 123-132, 1992.
123