Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 46
1. mynd. Langreyðarkýr með kálf. A fin whale cow with her young. Ljósm. plioto Jó-
hann Sigurjónsson.
hækkun á styrk þess gaf til kynna að
kýrnar væru þungaðar (Matthías
Kjcld 1983, Jóhann Sigurjónsson og
Matthías Kjeld 1983, ísleifur Ólafsson
og Matthías Kjeld 1986). Þetta höfum
við nú kannað betur, bæði með athug-
un á tíðnidreifingu prógesterónstyrks-
ins í kúnum og aldursdreifingu kúnna
með tilliti til prógesterónstyrks.
Það hefur komið í ljós, og er í góðu
samræmi við þetta, að finnist gulbú í
eggjastokki kúnna er það nær ótvíræð
vísbending um að kýrnar séu þungað-
ar. Nú hafa gulbú og hvítbú í eggja-
stokkum langreyða verið talin til að fá
mat á þungunartíðni í einstökum kúm
(Lockyer og Jóhann Sigurjónsson
1990 og 1991).
Árið 1981 byrjuðum við að afla
blóðsýna úr langreyðum (1. mynd)
sem veiðst höfðu undan íslands-
ströndum (Matthías Kjeld 1983, Jó-
hann Sigurjónsson og Matthías Kjeld
1983). I fyrri grein í Náttúrufræðingn-
um höfum við þegar kynnt mælingar
okkar á styrk salta og annarra efna í
blóði þeirra (Matthías Kjeld og Arn-
dís Theodórsdóttir 1991). í þessari
grein kynnum við niðurstöður mæl-
inga okkar á blóðstyrk hormónanna,
prógesteróns og testósteróns, í sjávar-
risum þessum á tímabilinu 1981 -1988.
AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR
Blóðsýni voru tekin úr dýrunum úr
sporðæð, eftir að þau höfðu verið
veidd og færð að skipshlið. Sýnin voru
geymd við 4°C uns þau komu til hval-
stöðvarinnar, þar sem þau voru skilin
og sermið sett í geymslu við -85°C þar
til mæling fór fram um 6 mánuðum
síðar. Hormónamælingar voru gerðar
124