Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 48
Progesteron, nanomol/l (log 10) 3. mynd. Tíðnidreifing prógesterónstyrks í blóði 399 langreyðarkúa. Logaritmi (10) pró- gesterónstyrksins er teiknaður á lárétta ásinn og fjölda langreyðarkúa með mismunandi styrk má lesa af lóðrétta ásnum. Frequency distribution of blood progesterone levels in 399 female fin whales. ing þeirra normalkúrfu með flesta tarfa á 7. og 8. aldursári. A 3. mynd sést hvernig styrkur þungunarhormónsins prógesteróns dreifðist í 399 veiddum kúm. Greina má a.m.k. þrjá hópa kúa sem hafa mismunandi prógesterónstyrk í blóði. Kýr með mjög lág gildi, 0,1 nmól/1 (log 0,1= -1) eða minna, eru flokkað- ar í hóp I, kýr með milligildi, eða frá 0,1 til 9,9 nmól/1, í hóp II og loks kýr sem hafa 10 nmól/l eða meira í hóp III og er það stærsti hópurinn með greini- lega normaldreifingu. Kýr með fóstur hafa alltaf reynst vera í hópi III. Fjöldi kúa, meðallengd og meðal- aldur (±st. frávik) í framangreindum þremur hópum reyndist vera: I) 132 kýr, 59 fet (18 metrar) og 10,5 (±9,4) ár; II) 92 kýr, 60 fet (18,3m) og 10,5 (±8,2) ár; III) 175 kýr, 64 fet (19,5m) og 14,8 (±7,5) ár. Þegar styrkur prógesteróns í blóði langreyðarkúnna var kannaður með tilliti til aldurs, kom í ljós að lægstu gildin («0,1 nmól/1) eru einkum bund- in við yngri hvalina, eins og sést á 4. mynd. Hæstu gildin (>10,0 nmól/1) byrja að sjást hjá 5 til 6 ára gömlum hvölum og eru algengust hjá 8 til 18 ára gömlum kúm. Kýr eldri en 22 ára eru innan við 10% af veiddum kúm. Að síðustu könnuðum við hver væri hlutfallslegur fjöldi kúa með >10 nmól/l prógesterónstyrk í blóði á mis- munandi tíma veiðitímabilsins. Á 5. mynd sést að hlutfallið er hæst, eða um 60%, fyrstu vikurnar (1.-20. júní), en fellur þegar líður á sumarið og er komið niður fyrir 25% í lok júlí og byrjun ágúst. Ef >10 nmól/1 prógest- erónstyrkur táknar að kýr sé kelfd, þá hefur hundraðshluti kelfdra kúa með- al mældra dýra á ári hverju árin 1981 126

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.