Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 51
reyðartörfunum var athugaður yfir veiðitímabilið, kom í ljós að hann fór marktækt hækkandi. Ef meðalstyrkur er reiknaður samkvæmt fylgnilínu allra niðurstaðna, hækkar hann rúm- lega fjórfalt frá byrjun júní til 10. ágúst. Ef törfum með testósterónstyrk 0,1 nmol/1 eða minni er sleppt, þegar fylgnilína er reiknuð, verður þessi hækkun meiri, eða 5,5-föld. Ekki er ljóst hvað þetta merkir en líklegt að dýrin séu í miklu æti og gæti það haft þessi áhrif á karlhormón þeirra, en karlhormón eins og testósterón hafa líka uppbyggjandi (anabolic) áhrif á vöðva og stoðvef, auk þess að hafa áhrif á kynfæri og æxlunarhneigð. Eins og áður segir er talið að hvalir þessir eigi sér fengitíma, er þeir snúa aftur suður til hlýrri hafsvæða, og kann sumartíminn í norðurhöfum að vera uppbyggingar- eða undirbúnings- tími fyrir æxlunarhlutverk þeirra, en aukin meðalþyngd eistna og stækkun sæðispípla (tubuli seminiferi) undir lok veiðitímans bendir til þess. Ald- ursdreifing dýranna breyttist ekki yfir veiðitímabilið og skýrir því ekki hækkun testósterónstyrksins. Eins og hjá spendýrum á landi (Edquist og Stabenfeldt 1989) gefur prógesterónstyrkurinn í blóði kúnna til kynna, með nokkuð áreiðanlegum hætti, hvort kýrin er þunguð eða ekki. Ef 3. mynd er skoðuð kemur í ljós að styrkur prógesteróns í blóði kúnna skiptir þeirn í þrjá hópa. Fyrsti hópur- inn, hópur I, er með mjög lágan pró- gesterónstyrk, 0,1 nmól/1 eða minna. Þriðji hópurinn, hópur III, greinir sig svo skýrt frá hinum tveim og hefur normal (gaussian) dreifingu og eru þar saman komnar kýrnar með mest- an prógesterónstyrk í blóði. Þegar fóstur hefur fundist í kúnum hafa þær alltaf lent í þessum hópi. Loks er svo annar hópurinn, hópur II, með pró- gesterónstyrk sem fellur á milli hinna tveggja fyrrnefndu hópa. Hópur II virðist einhvers konar millihópur kúa, senr ekki eru þungað- ar en hafa samt hærra prógesterón heldur en hópur I, sem er aðallega hópur ungra ókynþroska kúa ásamt fáeinum eldri kúm. Þetta má m.a. ráða af aldurs- og lengdardreifingu hópsins. í hópi II gætu verið kýr sem haft hafa egglos en hafa ekki náð að kelfast og hugsanlega nýkelfdar kýr á fyrstu vikum meðgöngu, sem þá hafa kelfst utan aðalfengitímans. Oestradíól er kvenhormón sem hækkar í flestum dýrategundum yfir þungunartimann. Við mældum þetta hormón, en styrkur þess í hvalablóð- inu mældist fremur lágur og hvorki var fylgni við prógesterónstyrk né fannst hækkun hjá kelfdum kúm. Lík- legt er því að hvalirnir hafi annað kerfi kvenhormóna, t.d. hormón svip- uð og finnast í hestum, svokölluð equ- ine östrogen (Edquist og Stabenfeldt 1989). Frekari mælingar á þessum hormónum og afleiðum þeirra, t.d. estróni, gætu gefið frekari upplýsingar um hvað hinn mishái styrkur í hópi II þýddi og jafnframt skerpt þungunar- mörk prógesterónmælinganna. Þegar styrkur prógesteróns er skoð- aður með tilliti til aldurs, eins og sýnt er á 4. mynd, sést að hvalkýrnar byrja að kelfast á 5. til 6. aldursári, þ.e. hafa prógesteróngildi sem eru jöfn eða hærri en 10 nmól/1. Fjöldi kelfdra kúa eykst síðan hratt með vaxandi aldri og nær hámarki hjá 10 til 14 ára kúm. Þegar hlutfallslegur fjöldi kelfdra kúa er skoðaður með tilliti til aldurs, kemur í ljós að kýr á aldrinum 12-22 ára eru með hæst hlutfall kelfdra einstaklinga. Lockyer og Jóhann Sigurjónsson (1991) hafa talið þær kýr sem hafa fyrsta gulbú í eggjastokkunum eða 129

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.