Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 51
reyðartörfunum var athugaður yfir veiðitímabilið, kom í ljós að hann fór marktækt hækkandi. Ef meðalstyrkur er reiknaður samkvæmt fylgnilínu allra niðurstaðna, hækkar hann rúm- lega fjórfalt frá byrjun júní til 10. ágúst. Ef törfum með testósterónstyrk 0,1 nmol/1 eða minni er sleppt, þegar fylgnilína er reiknuð, verður þessi hækkun meiri, eða 5,5-föld. Ekki er ljóst hvað þetta merkir en líklegt að dýrin séu í miklu æti og gæti það haft þessi áhrif á karlhormón þeirra, en karlhormón eins og testósterón hafa líka uppbyggjandi (anabolic) áhrif á vöðva og stoðvef, auk þess að hafa áhrif á kynfæri og æxlunarhneigð. Eins og áður segir er talið að hvalir þessir eigi sér fengitíma, er þeir snúa aftur suður til hlýrri hafsvæða, og kann sumartíminn í norðurhöfum að vera uppbyggingar- eða undirbúnings- tími fyrir æxlunarhlutverk þeirra, en aukin meðalþyngd eistna og stækkun sæðispípla (tubuli seminiferi) undir lok veiðitímans bendir til þess. Ald- ursdreifing dýranna breyttist ekki yfir veiðitímabilið og skýrir því ekki hækkun testósterónstyrksins. Eins og hjá spendýrum á landi (Edquist og Stabenfeldt 1989) gefur prógesterónstyrkurinn í blóði kúnna til kynna, með nokkuð áreiðanlegum hætti, hvort kýrin er þunguð eða ekki. Ef 3. mynd er skoðuð kemur í ljós að styrkur prógesteróns í blóði kúnna skiptir þeirn í þrjá hópa. Fyrsti hópur- inn, hópur I, er með mjög lágan pró- gesterónstyrk, 0,1 nmól/1 eða minna. Þriðji hópurinn, hópur III, greinir sig svo skýrt frá hinum tveim og hefur normal (gaussian) dreifingu og eru þar saman komnar kýrnar með mest- an prógesterónstyrk í blóði. Þegar fóstur hefur fundist í kúnum hafa þær alltaf lent í þessum hópi. Loks er svo annar hópurinn, hópur II, með pró- gesterónstyrk sem fellur á milli hinna tveggja fyrrnefndu hópa. Hópur II virðist einhvers konar millihópur kúa, senr ekki eru þungað- ar en hafa samt hærra prógesterón heldur en hópur I, sem er aðallega hópur ungra ókynþroska kúa ásamt fáeinum eldri kúm. Þetta má m.a. ráða af aldurs- og lengdardreifingu hópsins. í hópi II gætu verið kýr sem haft hafa egglos en hafa ekki náð að kelfast og hugsanlega nýkelfdar kýr á fyrstu vikum meðgöngu, sem þá hafa kelfst utan aðalfengitímans. Oestradíól er kvenhormón sem hækkar í flestum dýrategundum yfir þungunartimann. Við mældum þetta hormón, en styrkur þess í hvalablóð- inu mældist fremur lágur og hvorki var fylgni við prógesterónstyrk né fannst hækkun hjá kelfdum kúm. Lík- legt er því að hvalirnir hafi annað kerfi kvenhormóna, t.d. hormón svip- uð og finnast í hestum, svokölluð equ- ine östrogen (Edquist og Stabenfeldt 1989). Frekari mælingar á þessum hormónum og afleiðum þeirra, t.d. estróni, gætu gefið frekari upplýsingar um hvað hinn mishái styrkur í hópi II þýddi og jafnframt skerpt þungunar- mörk prógesterónmælinganna. Þegar styrkur prógesteróns er skoð- aður með tilliti til aldurs, eins og sýnt er á 4. mynd, sést að hvalkýrnar byrja að kelfast á 5. til 6. aldursári, þ.e. hafa prógesteróngildi sem eru jöfn eða hærri en 10 nmól/1. Fjöldi kelfdra kúa eykst síðan hratt með vaxandi aldri og nær hámarki hjá 10 til 14 ára kúm. Þegar hlutfallslegur fjöldi kelfdra kúa er skoðaður með tilliti til aldurs, kemur í ljós að kýr á aldrinum 12-22 ára eru með hæst hlutfall kelfdra einstaklinga. Lockyer og Jóhann Sigurjónsson (1991) hafa talið þær kýr sem hafa fyrsta gulbú í eggjastokkunum eða 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.