Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 56
2. mynd. Útbreiðsla lyngbobba á íslandi. Kortið er fengið (með leyfi) úr grein Árna Einarssonar (1977) og hefur þekktum fundarstöðum utan Austurlands verið bætt inn á það (ferningar). The distríbution of Arianta arbustorum in lceland. The map is repro- duced (with pertnission) from Árni Einarsson (1977), adding finding localities outside East-Iceland (squares). nesi. Fann hann þá tvo lifandi snigla og sendi annan þeirra til Náttúru- fræðistofnunar. Sniglarnir fundust í 15-20 m hárri brekku mót suðri, rétt við sjó. Brekkan er algróin gras- tegundum, hrútaberjalyngi, hvönn o.fl. Á Náttúrufræðistofnun var snigill- inn greindur sem ungur lyngbobbi. Til frekara öryggis var hann sendur til Bretlands þar sem Dr. Fred Naggs á British Museum staðfesti að greining- in væri rétt. Ekki er unnt að fullyrða hvort lyng- bobbi finnist að staðaldri á Snæfells- nesi, eða hvort hér hafi aðeins verið um tilviljanakenndan fund að ræða. Stakir sniglar geta borist með mönn- um milli landshluta, t.d. í tengslum við skógrækt. Snæfellsnes er engu að síður langt utan við þekkt útbreiðslu- svæði lyngbobba í landinu og þess vegna er hér um áhugaverðan fund að ræða. ÞAKKIR Kristófer Jónassyni er þakkað fyrir að senda Náttúrufræðistofnun snigilinn. Dr. Fred Naggs, British Museum, London, staðfesti greiningu og er hjálp hans þökk- uð. 134

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.