Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 59
Leó Kristjánsson Nýjar aldursgreiningar á bergi frá síðasta jökulskeiði Á undanförnum áratugum hafa ver- ið gerð fáein hundruð beinna aldurs- mælinga á íslenskum jarðlögum með tveimur mismunandi geislavirkniað- ferðum. Annars vegar er þar um að ræða svokallaða kalíum-argon aðferð og afbrigði hennar, sem einkum hefur verið beitt á hraunlög og innskot einn- ar milljón ára og eldri. Hins vegar er geislakolsaðferð sem náð getur aftur um 40-50 þúsund ár við góð skilyrði. Hér á landi hefur hún mest verið not- uð til að aldursgreina kolefni úr líf- rænum leifum í millilögum og lausum jarðlögum frá síðustu 12-13 þúsund ár- urn og veita þær niðurstöður meðal annars mikilvægar upplýsingar um aldur jökulminja og sjávarstöðubreyt- ingar við lok ísaldarinnar. Ymsar fleiri aðferðir til aldursgreininga þekkjast; til dæmis hefur verið prófað að beita hér tveimur aðferðum er byggjast á geislavirkni úrans í bergi. Það hefur verið til baga við rann- sóknir á íslenskum jarðmyndunum frá seinni hluta ísaldar hve lítið liggur enn fyrir um aldur þeirra sem orðið hafa til á árabilinu milli 15 þúsund og 1 milljón ára. Þessar myndanir þekja allstóran hluta landsins og liafa suins staðar verið kortlagðar í smáatriðum, einkum á vegum Orkustofnunar. Á elsta hluta þessa árabils hjálpar það upp á sakirnar að meiriháttar um- snúningar urðu þá á jarðsegulsviðinu, sem ummerki varðveitast um í gos- bergi (sjá t.d. Leó Kristjánsson o.fl. 1988) í nýlegri grein (Levi o.fl. 1990) er sagt frá kalíum-argon aldursgreining- um á grágrýtishraunum frá síðasta jökulskeiði í nokkrum fellanna á Reykjanesskaga, austur og norðaustur frá Grindavík. Þau hraun eru athyglis- verð vegna þess að í þeim er segul- stefnan mjög afbrigðileg og samsvarar því að segulpóll jarðar hafi verið all- langt sunnan við miðbaug þegar hraunin runnu, í stað þess að hafa verið nálægt norður-snúningspólnum eins og í flestum öðrum myndunum frá síðustu 700 þúsund árum. Þá var segulsviðið einnig mjög veikt, innan við tíundi hluti núverandi sviðstyrks. Jarðfræðingarnir Ágúst Guðmunds- son og Jóhann ísak Pétursson könn- uðu þessi hraun fyrstir um 1974. í grein um þau síðar (Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson 1980) var þetla tímabundna ástand jarðsegul- sviðsins nefnt „Skálamælifellsatburð- urinn" eftir felli við þjóðveginn hjá bænum Isólfsskála (1. mynd) þar sent hraun og innskot með hina afbrigði- legu segulstefnu eru vel aðgengileg. Einnig hafa fundist hraunlög með sömu segulstefnu í Siglubergshálsi, Austara og Vestara Hraunssels- Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 137-139, 1992. 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.