Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 64
náttúru og fuglafánu þar og hér. Svo- lítið ber á ónákvæmni í útbreiðslu- kortum, t.d. er starinn sýndur verpa á Norðausturlandi. En þessi kafli er náma fróðleiks sem ekki hefur áður birst á íslensku. Annar kaflinn (lýsing og útbreiðsla) er allnákvæmur en nokkuð takmark- aður af rými bókarinnar, enda má lýsa sumum tegundum endalaust ef út í það er farið. Nýjustu upplýsingar um greiningareinkenni, vetrarstöðvar og tegundaskilgreiningar komast vel til skila. Þriðji kaflinn er með því besta sem birst hefur í íslenskri fuglahandbók til þessa, sérstaklega teikningarnar, þar sem sýnd eru mikilvæg greiningar- einkenni ýmissa tegunda, t.d. vað- fugla, og ýmsir aldurs- og árstíðabún- ingar sýndir. í textanum er nánari lýs- ing á teiknuðu fuglunum. Stundum vantar þó lýsingu (og jafnframt teikn- ingu) af ákveðnum aldurshópum fugla, sérstaklega hinna sjaldgæfari (snæuglu m.a.). Teikningarnar eru ekki alveg hnökralausar, t.d. eru sum- ir máfarnir allt of snubbóttir. I listan- um aftast í bókinni hafa fallið niður tvær síðustu tegundirnar, gullsóti og álmkraki, sem báðar hafa sést hér á landi. Þetta er eiguleg bók, vel þýdd, til- tölulega ódýr og kemur fuglaskoður- um áreiðanlega vel að notum. Gunnlaugur Pétursson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.