Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 51
2. mynd. Stampar séðir frá norðri. í forgrunni sér yfir melgresishóla í Stóru-Sandvík. - Two of the most prominent spatter cones of the Younger-Stampar crater row, seen from the north. Mynd/photo Magnús A. Sigurgeirsson. FrÁ StÖMPUM TIL SJÁVAR Þegar ekið er út á Reykjanes úr norðri og komið framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfír umhverfi sitt. Þeir heita Stampar (2. mynd) og eru nyrstir gíga á gígaröð sem við þá er kennd, Yngri- Stampagígaröðinni. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Ör- nefnið Stampar hefúr á síðari árum verið heimfært yfir á alla gíga Stampagíga- raðanna beggja og er notað þannig á landabréfum, þótt það eigi í raun aðeins við um tvo fyrmefnda gíga. Yngri-Stampa- gígaröðin liggur síðan til suðvesturs, í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn, Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina, eru syðri endamörk gígaraðar- innar á landi. Framundan básnum stendur 51 m hár móbergsdrangur í sjó sem heitir Karl. Þess má geta að við ströndina, fyrir miðjum Kerlingarbás, stóð eitt sinn annar drangur, Kerling, sem nú er löngu hruninn. ■ REYKJANESKERFIÐ Reykjanes liggur á mótum gliðnunar- og goshryggja Norður-Atlantshafsins og ís- lands. Öll umbrot sem þar verða, eldvirkni og höggun, eru tengd gliðnunarhrinum. Á Reykjanesskaga liggja skástíg eldstöðva- kerfi hvert vestur af öðru og áfram eftir Reykjaneshryggnum á hafsbotni. Vestasta eldstöðvakerfið liggur um Reykjanes og er við það kennt. Það er um 25 km langt í suð- vestur-norðausturstefnu og liggja syðstu 9 km þess neðansjávar (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 1978). Á sjókorti má glöggt sjá neðan- sjávarhrygg sem gengur suðvestur frá nesinu og er neðansjávarhluti Reykjanes- kerfisins (Sjómælingar Islands 1972). Hraun á Reykjanesi eru úr basalti. Frá gossprungum hafa runnið hraun úr þóleiíti 213

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.