Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 51
2. mynd. Stampar séðir frá norðri. í forgrunni sér yfir melgresishóla í Stóru-Sandvík. - Two of the most prominent spatter cones of the Younger-Stampar crater row, seen from the north. Mynd/photo Magnús A. Sigurgeirsson. FrÁ StÖMPUM TIL SJÁVAR Þegar ekið er út á Reykjanes úr norðri og komið framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfír umhverfi sitt. Þeir heita Stampar (2. mynd) og eru nyrstir gíga á gígaröð sem við þá er kennd, Yngri- Stampagígaröðinni. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Ör- nefnið Stampar hefúr á síðari árum verið heimfært yfir á alla gíga Stampagíga- raðanna beggja og er notað þannig á landabréfum, þótt það eigi í raun aðeins við um tvo fyrmefnda gíga. Yngri-Stampa- gígaröðin liggur síðan til suðvesturs, í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn, Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina, eru syðri endamörk gígaraðar- innar á landi. Framundan básnum stendur 51 m hár móbergsdrangur í sjó sem heitir Karl. Þess má geta að við ströndina, fyrir miðjum Kerlingarbás, stóð eitt sinn annar drangur, Kerling, sem nú er löngu hruninn. ■ REYKJANESKERFIÐ Reykjanes liggur á mótum gliðnunar- og goshryggja Norður-Atlantshafsins og ís- lands. Öll umbrot sem þar verða, eldvirkni og höggun, eru tengd gliðnunarhrinum. Á Reykjanesskaga liggja skástíg eldstöðva- kerfi hvert vestur af öðru og áfram eftir Reykjaneshryggnum á hafsbotni. Vestasta eldstöðvakerfið liggur um Reykjanes og er við það kennt. Það er um 25 km langt í suð- vestur-norðausturstefnu og liggja syðstu 9 km þess neðansjávar (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 1978). Á sjókorti má glöggt sjá neðan- sjávarhrygg sem gengur suðvestur frá nesinu og er neðansjávarhluti Reykjanes- kerfisins (Sjómælingar Islands 1972). Hraun á Reykjanesi eru úr basalti. Frá gossprungum hafa runnið hraun úr þóleiíti 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.