Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 6

Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 6
6 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Frumvarp um stofnun eignaumsýslufélags var afgreitt til efnahags- og skattanefndar í gær eftir fyrstu umræðu. Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu, sagði mikilvægt að klára málið nú á sumarþingi. Tilgangurinn væri að endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, en samkvæmt frumvarpinu eru það fyrirtæki sem „sinnir svo mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum að stöðv- un þess um lengri eða skemmri tíma muni valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu“. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, spurði fjármálaráðherra hvers vegna nauðsyn væri að stofna slíkt hlutafélag, þar sem bankarnir hefðu þegar slík umsýslufélög. Steingrímur svaraði því til að nauðsynlegt væri að stofna slíkt félag, ef í einhverjum tilvikum væri talið hagkvæmara að leysa vanda- mál fyrirtækja innan þess, frekar en innan bankanna, til dæmis ef fyrirtæki væri með lán hjá mörg- um bönkum og flókið að sjá hver þeirra ættu að taka forystu. Það ætti þó að vera í undantekn- ingartilvikum sem mál fyrirtækja yrðu leyst innan þessa félags. „Fyrstu hugmyndir voru að þetta gengi lengra,“ sagði Steingrímur og minnti á hugmyndir um að fimmt- án stærstu fyrirtæki hvers banka rynnu inn í slíkt eignaumsýslufélag. „En ég sagði nei.“ Framsóknarmenn gagnrýndu einnig að lítið samráð hefði verið haft við aðila atvinnulífsins, sem gagnrýndu svipað frumvarp sem var til umræðu á Alþingi á vor- þingi. Þá gagnrýndu þeir einnig að það væri fjármálaráðherra sem til- nefndi stjórnarmenn félagsins, en það gæti leitt til frekari tenginga stjórnmála og viðskiptalífs, sem og að ekki væru takmörk fyrir því hvernig félagið gæti skuldbund- ið ríkissjóð í endurskipulagningu fyrirtækja. „Eitt af því sem ríkisstjórnin leggur áherslu á er að þarna sé fagleg forysta og þessu verði hald- ið armslengd frá pólitíkinni,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar. Hann segir að frumvarpið hafi tekið breytingum frá fyrra þingi, en á von á aðilum atvinnulífisins til fundar við nefndina á föstudag til að ræða frumvarpið. svanborg@frettabladid.is Á að leysa vandamál of flókin fyrir banka Eignaumsýslufélag ríkisins á að leysa vandamál þjóðhagslega mikilvægra fyrir- tækja þegar vandamálin eru of flókin fyrir einn banka. Undantekning frekar en regla. Stjórnarandstaðan gagnrýnir skort á samráði og tilgang félagsins. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ekki tókst að koma frumvarpi um eignaumsýslufélag í gegnum vorþing. Reyna á aftur nú á sumarþingi þegar ríkisstjórnin er komin með meirihluta á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur framlengt gæsluvarð- hald yfir tveimur mönnum sem réðust inn á heimili eldri hjóna á Arnarnesi í lok apríl, héldu þeim í gíslingu og rændu þau. Mennirn- ir munu samkvæmt úrskurðinum sitja inni til 16. júní hið minnsta. Rannsókn málsins er lokið, að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar yfirlögregluþjóns, og hefur það verið sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Ríkissóknari ákveður hvort þrjár stúlkur sem biðu úti í bíl á meðan ránið var framið verða ákærðar fyrir hlutdeild í brotinu. - sh Arnarnesræningjarnir tveir: Bíða ákæru í fangaklefa RÆNINGJARNIR Mennirnir voru hand- teknir tveimur dögum eftir ránið og úrskurðaðir í varðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Hjólreiðaeigendur sem hafa sleikt sólina undan- farna dag í sólinni á Ylströnd- inni hafa margir hverjir snúið til baka reiðhjóli fátækari. „Svo virðist sem einhverjir óheiðar- legir menn leiti lags meðan fólk- ið er að sóla sig og steli reið- hjólunum,“ segir Sigurbjörn Jónsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það hafa fjölmargir haft sam- band við okkur út af þessu, ég veit um ein fimm hjól sem voru tekin í gær en þau gætu þess vegna verið helmingi fleiri,“ segir hann. Hann segist gruna að menn taki hjólin til að selja þau. Í einhverjum tilfellum hafa þjófarnir ekki náð hjólinu en tekið aukabúnað sem fylgir því. - jse Þjófar við Ylströndina: Hjólin hverfa við ströndina Horfðir þú á stefnuræðu forsæt- isráðherra? Já 24% Nei 76% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu búinn að fara á ylströndina í ár? Segðu skoðun þína á vísir.is ATVINNA Miðstöð fyrir ungt fólk í atvinnuleit verður komið á lagg- irnar í Reykjavík en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borg- arstjórnar í gær. Leitað verður eftir samstarfi við Lýðheilsustöð, Rauða krossinn og menntamála- ráðuneytið með það að mark- miði að fá Austurbæjarbíó að láni og starfrækja þar miðstöð fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Húsið verður opið í sumar en mögulega lengur ef vel gengur. Markmiðið með þessu er að virkja frumkvæði og sköpunar- kraft ungmenna í Reykjavík með því að skapa þeim vettvang til að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og fráfarandi borgarfulltrúi VG, bar tillöguna upp. - sbt Ungmenni í Austurbæjarbíói: Miðstöð fyrir ungmenni í atvinnuleit Barnalist í Gerðubergi Sýning á verkum hátt í þrjú þúsund barna verður opnuð í menningar- miðstöðinni Gerðubergi um helgina. Börnin hafa í vetur tekið þátt í verk- efni umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli hvernig það er að vera barn á Íslandi. MENNING DÝRAHALD Bryndís Stefánsdóttir, íbúi í Grafarholti, er afar ósátt við það að kattargildra skuli hafa verið sett við bæinn að Laxalóni, um tvö hundruð metrum frá heim- ili hennar, en þar eru hænur úti á túni. „Mér finnst það vera siðlaust að vera með kattargildur rétt fyrir framan hænur sem ganga lausar,“ segir hún en hennar köttur lenti í þessari gildru í vikunni. „Ég skil það vel að það verði að veiða ketti í gildrur ef þeir eru til vandræða en kötturinn minn væri ekki að fara þarna nema vegna þess að þar eru hænur.“ Hún segir að kött- ur sinn hafi verið týndur í nokkr- ar klukkustundir. Síðan hafi henni borist símtal frá Kattholti þangað sem hann var sendur. „Svo þarf ég að borga sekt sem er allavega yfir tíu þúsund út af þessu,“ segir hún. Hún segir hins vegar að hann hafi ekki verið með örmerki líkt og reglur gera ráð fyrir. „Það sem heyrir undir mig eru ekki hænurnar heldur það að þjón- usta borgarbúa,“ segir Guðmund- ur Björnsson, rekstrarstjóri mein- dýravarna Reykjavíkurborgar. „Ef einhver þeirra verður fyrir óþægindum af völdum katta og hringir í mig þá á ég að sinna því. Búrið var lagt og köttur handsam- aður sem ekki var merktur sam- kvæmt reglum um kattarhald í Reykjavík og því var hann sendur á Kattholt.“ Bjarni Ásgeirsson, íbúi á Laxa- lóni, segist vera með „tvær, þrjár“ hænur við bæinn. Hann hafi ekki kvartað undan ketti Bryndísar en reyndar séu villikettir tíðir í grendinni. - jse Íbúi í Grafarholti ósátt við að kattargildra skuli lögð hjá hænsnum við bæinn að Laxalóni: Segir köttinn hafa verið ginntan í gildru BRYNDÍS MEÐ LAXALÓN Í BAKSÝN Þarna á hæðinni er köttur Bryndísar vanur að vafra um en svo hefur hann freistast til að kíkja á hænurnar á Laxalóni en sú ferð endaði á Kattholti. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR KÓPAVOGUR Fá lánaða tvinnbíla Bæjarráð Kópavogs samþykkti á síðasta fundi sínum, að ráðleggingu umhverfisráðs, að þekkjast boð Toyota á Íslandi um að fá lánaðar til reynslu þrjá tvinnbíla af Toyota Prius gerð. Bærinn fær bílana til umráða í hálfan mánuð. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjóra. KJÖRKASSINN Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is þú getur a taf re tt þ g á Siemens Nú eru allar Siemens þvottavélar á tilboðsverði. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. Sama hvernig viðrar, – ll i i .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.